Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 29

Skírnir - 01.01.1911, Page 29
Sægróður íslands. 29 sjónum; þá bera þær æxlunarfæri og gróin þroskast. Vor og sumar, eða á hinum bjartari helming ársins, svarar þroskaskeið þessara tegunda til blaðskeiðs landjurtanna. Æfikjör fjörugróðursins eru fremur komin undir lofts- laginu. Þar sem sjávarfalla gætir, er fjaran allbreitt belti, og belti þetta verður því breiðara sem ströndinni hallar minna. Um fjöruna, eða þegar lágsjáva er, er mestur hluti fjörugróðursins á þurru. Um flóðið fer alt í kaf aft- ur. Efsta gróðurbeltið i fjörunni er mjög stutta stund í kafl, og oft ber það við, þegar smástreymt er, að það fer alls ekki í kaf, og verður þá að láta sér nægja smáskvetti, er öldugjálfrið kann að sletta á það. Verður því ekki annað sagt en að æfikjör fjörugróðurs, og þá einkum hins efsta fjörugróðurs, sé mjög komin undir veðráttunni. I sambandi við þetta má benda á, að víða vantar fjöru- gróður í kuldabeltinu sökum óblíðu veðráttunnar. Við strendur íslands er blómlegur fjörugróður við allar kletta- strendur. Að vetrinum getur vel borið við að jurtirnar frjósi, en ekki virðist þær saka. Eg hefi að minsta kosti oft skoðað gaddfreðnar sæjurtir og ekki getað séð að frostið hafi verið þeim til meins. Enda er það alkunn- ugt, að jurtir kaldra landa þola vel frostið eða kuldann í sjálfu sér, þ. e. þær þola vel að vatn í vefjunum breyt- ist í is. Hættulegast öllum jurtum er að missa vatnið. Frostið tekur ekki vatnið úr jurtinni, en breytir að eins ástandi þess. En stormarnir og næðingarnir þurka jurt- irnar og taka úr þeim vatn. Alkunnugt er að lifandi ver- ur þola illa mikinn vatnsmissi. Er því auðsætt að þyrk- ingsstormar eru afarhættulegir hlífarlausum gróðri. Þyrk- ingsvindar og þurt loft yfirleitt er þvi fremur skaðlegt fyrir fjörugróður, þegar lágsjáva er, einkum þó efsta belt- ið. Að vetrinum ber þó fremur lítið á þvi hér við land, meðfram af því, að allra efstu tegundirnar margar eru sumarjurtir. Efsti hluti fjörunnar er og hulinn snjó oftast- nær, og snjórinn skýlir þá þeim tegundum, er kynnu að liggja á þurru milli strauma. Stundum ber það við hér við land á sumrin að efsti fjörugróðurinn eyðist. A það

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.