Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 31

Skírnir - 01.01.1911, Side 31
Sægróður íslands. 31 Jurtirnar þurfa að haldast fastar og velja sér því gróðrar- stað þar sem botninn er fastur og öruggur t. a. m. á klettum eða hraunbotni. Sandbotn er venjulegast auðn, einkum í mjög grunnum sjó. Blautar leirur eða leðjubotn er góður fyrir marhálm, en þörungar vaxa þar ekki. Eðli botns- ins er þannig talsvert þýðingarmikið fyrir sæjurtir, en þó er jarðvegur á landi meira verður fyrir landjurtir, eins og drepið var á fyr. Sæjurtum hér við land má skifta í tvo aðalflokka eftir botnlaginu. Annar flokkurinn er mar- hálmsengin, hinn þörungagróðurinn. I. Marhálmsengin. Marhálmurinn er blómjurt og telst til nykruættarinn- ar. Blöðin eru löng, bandlaga og ljósgræn á lit. Stöng- ullinn skríður í leðjunni og gróðurinn er ákaflega þéttur. Blómskeið tegundarinnar er um mitt sumar og á aldin- skeiði hefir hún fundist í ágúst, september og október við suðvesturströnd landsins. Jarðvegurinn er venjulega blaut- ur leir, sem hvílir á sandi eða hörðum leirlögum. Stund- um er marhálmurinn í allþéttum leir, en þar virðist hon- um ekki líða vel. Marhálmsvogar eru algengir á Breiðafirði og Faxaflóa. Þessi grænu neðansjávarengi eru oft afar- stór. Um fjöruna má sjá þessa grænu »engja«rein sem samanhangandi grænt band fram með ströndunum á afar- löngum svæðum. Marhálmurinn vex venjulegast neðan við lægsta fjörumark og verður því mjög sjaldan, — helzt um stórstrauma, — alveg þurr, enda þolir hann þurk mjög illa. Blöðin mara venjulegast í sjónum um fjöruna, og svo er gróðurinn þéttur, að marhálmsvogarnir sýnast al- grænir um fjöru þó að sjórinn nái til hnés er um þá er gengið. Þurkaður marhálmur er oft notaður til að troða hon- um í dýnur o. þ. h., en mér er óhætt að segja að hann sé mjög sjaldan notaður til skepnufóðurs. Hann er þó allgott fóður. Marhálmur er grænn og lifandi á öllum árstímum. Hann gæti því komið að góðu liði á marhálms- jörðunum, þegar harðindi eru og skortur er á fóðri.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.