Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 33

Skírnir - 01.01.1911, Side 33
Sægróður íslands. 33 is má taka að mikíll munur er á jurtafélögum inni í fjarða- botnum og við yztu annes. I stuttri ritgjörð er ekki hægt að lýsa jurtafélögum hafsins nákvæmlega, enda er það allflókið efni. Eg skifti því gróðrinum að eins i tvo flokka: fjörugróður og djúpgróður. Á þann hátt er gróðrinum skift í tvö belti, er liggja hringinn í kring um strendurn- ar, fjörubeltið efst og djúpgróðurbeltið úti fyrir. Hæð beggja belta er komin undir dýpi, en breiddin fer eftir því hvernig ströndunum hallar. Fjörubeltið er t. a. m. fremur mjótt við sæbrattar strendur, en halli fjörunni lítið er belti þetta oft mjög breitt. í báðum beltum er gróð- urinn mestur við klettastrendur. Má sjá þess glögg merki næstum því í hverjum vog og vík, þar sem sandur eða möl er inst. Sandurinn er öræfi, það er að segja þar vex engin sæjurt, en við tangana út með er alskipað gróðri. Þegar á alt er litið má svo að orði kveða að sægróðurinn myndi óslitið belti kringum strendur landsins þegar Suð- urland er undanskilið. En á Suðurlandi er mér vitanlega enginn gróður í hafinu úti fyrir söndunum, af því að botn- inn er sandur og sandbotn er venjulegast auðn og öræfl á mararbotni. Ef gróður væri úti fyrir söndum Suðurlands mætti ganga að því vísu, að þarahrannir bærust á land með sjóganginum, en þess veit og ekki dæmi. 1. Fjörugróður. Orðið fjara er ýmislega notað i mæltu máli. Oft er talað um fjöru þó urn háflæði sé. Þá er fjara bilið á milli flæðarmáls og landgróðurs. Eftir því sem út fellur verður fjaran breiðari og þegar sjórinn hætt- ir að lækka er sagt að komin sé fjara eða háfjara. Orð- ið fjara er þá haft um bilið á milli landgróðursins og sjó- arins, hvort sem það er mjótt eða breitt. Þegar um gróð- ur fjörunnar er að ræða verður að takmarka fjöruna ná- kvæmar, eða að minsta kosti svæði fjörugróðursins. Það er auðskilið að sæjurtum er ekki hent að vaxa svo hátt að sjór nái þeim að eins um stórstrauma. Gróðurinn byrj- ar líka nokkuð fyrir neðan flæðarmál stórstraums eða hér um bil við smástraums flæðarmál eða lítið eitt ofar eftir því sem ströndin liggur við hafinu. Þar sem sjógangur er 3

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.