Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 34

Skírnir - 01.01.1911, Page 34
34 Sægróður íslands. mikill og tíður, sækir gróður hærra upp en þar sem s ó- laust er. Neðra takmark fjörugróðurs er hér um bil við fjörumark smástraums. Það er auðskilið að ekki er rétt að setja takmörkin við lægsta fjörumark eða stórstraums- fjöru, því að þá væru jurtir taldar til fjörugróðurs, ertil- tölulega sjaldan liggja á þurru. Fjörugróður er þá sá gróð- ur, sem liggur á þurru um hverja fjöru. Fjörugróður er mjög blómlegur víðast hvar á kletta- ströndunum. Grænir þörungar eru þar lang-tegundarík- astir, þar næst koma brúnir þörungar, en rauðir eru mjög fáir og vaxa helzt í gjótum og glufum eða undir þanginu. Þótt grænu þörungarnir séu tegundaflestir þá ber lang- mest á brúnu þörungunum í fjörunni og einstaklingamergð þeirra er langmest. Ekki þarf annað en benda á þang- beltið í fjörunni þessu til skýringar. Tegundafjöldi græn- þörunga og einstaklingafjöldi brúnþörunga einkenna fjöru- gróðurinn. Grróðurinn í fjörunni er ekki jafn blómlegur alstaðar. Mestur gróður og fjölbreyttastur er þar sem sjógangur er talsverður, en inni í fjarðarbotnum er gróður víða fátæk- legur einkum þar sem stórár renna til sjávar. Talsverð- ur munur er á því hve vel tegundirnar þola sjóganginn; til dæmis má taka þangtegundirnar. Bóluþangið er mest innan til í fjörðunum, en skúfaþang og klóþang á and- nesjum, og þola því sjóganginn betur. Þal sumra tegunda er tiltölulega mjótt og leðurkent eða seigt er þær vaxa þar sem mikill sjógangur er, enda þurfa þær á því að haldaþví að ella mundu þær slitna sundur. Margar inn- fjarða tegundir mundu alls ekki geta þrifist í miklum öldu- gangi af því að líkami þeirra er svo veikbygður að hann mundi tætast sundur. 2. Djúpgróður. Gróður þessi tekur við þar sem fjöru- gróðurinn endar, eða við fjörumark smástraums, og nær svo langt niður í djúpið sem birtan leyfir. í gróðri þess- um eru rauðir þörungar lang-tegundaríkastir, næst þeim ganga brúnir þörungar, en grænir eru örfáir. Brúnu þör- ungamir eru stórvaxnastir og einstaklingamergðin er ákaf-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.