Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 36

Skírnir - 01.01.1911, Side 36
36 Sægróður íslands. og inni á fjörðum í sjóleysinu. Munurinn er aðallega í þvi fólginn, að jurtin er seig og leðurkend, blöðin mjórri og taka minna á sig, þar sem öldugangur er mikill. I sjóleysinu inni á fjörðum eru blöðin miklu breiðari og veikbygðari. Þarategundir líta yfir höfuð að tala líkt út á öllum árstímum. Þó fá þær nýtt blað á hverju ári, en ekki fella þær samt laufin eins og skógatrén á haustin. Nýja blaðið fer fyrst að vaxa er kemur fram á vetur. Það vex út frá efsta hluta leggsins, og er þá á milli hans og gamla blaðsins. Clrunnur gamla blaðsins situr þá á oddi nýja blaðsins. Gamla blaðið fellur ekki af, en slitnar smámsaman eftir því sem nýja blaðið vex. Að vorinu og jafnvel fyrri hluta sumars má sjá leifar af gamla blaðinu á oddi nýja blaðsins. Fyrir utan þarabeltið gróa rauðir þörungar. Þeir eru flestir fremur litlir í samanburði við þarana. Þalið er blaðkent, margkvíslaðir þræðir eða með skorpulögun. Skorpuþörungar hafa fundist dýpst hér við land (88 m.), og öll líkindi eiu til að skorputegundirnar sæki lengra niður í djúpið en nokkur önnur þörungategund. Flestar skorputegundirnar eru kalkþörungar, og þessar rauðu kalk- skorpur eru algengar á steinum bæði grunt og djúpt í hafinu. Menn hafa tiltölulega lítil not af jafnmiklum gróðri og hér er um að gera. Fyrrum voru sölin, og fleiri rauð- ir þörungar, höfð til manneldis. Mest hefir þó kveðið að því í Norðurálfunni í hallærum. í Asíu suðaustanverðri þykja rauðir þörungar bezti matur og þeir ganga þar kaupum og sölum eins og hver önnur matartegund. Marg- ar þessar tegundir eru óefað hin bezta fæða. Hér á landi hafa ýmsar brúnar þörungategundir verið notaðar til skepnufóðurs, þó einkum í harðindum. Það eru einkum þangtegundir, þari og marinkjarni. Þær eru fljótteknar því að mikið er til af þeim. Daníel Jónsson á Eiði hefir súrsað þara og reynst vel. Má því telja víst að þeir geti

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.