Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 40

Skírnir - 01.01.1911, Side 40
40 Alheimsmál. að sér það í alvöru, að Þjóðverjar og Frakkar færu að berjast fyrir því, að afla. enskri tungu, og þar með að nokkru leyti enskri menningu, þess réttar,. bæði í sínu landi og öðrum, að ganga næst móðurmálinu? Hugsið ykkur annað eins og það, að Þjóðverjar færu að beitast fyrir því að enska yrði aðalmálið í þýskum nýlendum! Þar við bætist annað: örðugleikinn að læra málið. Enska hefir að vísu alment það orð á sér, að hún sé einna auð- lærðust allra tungumála. Og þó verður sú raunin á, að jafnvel mestu gáfnagarpar þurfa langan tíma til þess að læra að beita henni rétt, því að bæði er framburðurinn afarörðugur og sjálfum sér ósamkvæmur, og aragrúann allan af glósum þarf að leggja á minnið. Og hvað mega þá hinir reyna, sem treggáfaðri eru? Hitt ráðið er það, að taka upp mál einhverrar smá- þjóðar, t. d. hollensku eða sænsku. örðugleikarnir, sem af afbrýðisseminni stafa, mundu þá að vísu verða minni, þótt ætíð mundi þeirra gæta að einhverju leyti, en náms- fyrirhöfnin mundi verða fult eins tilfinnanleg og við ensk- una. Hvert málið sem valið yrði, þá mundu þó altaí vera eínhver þau hljóð og hreimar, sem aðrar þjóðir ættu örðugt með að ná. En það er einmitt það, sem mest á ríður og fyrst verður að heimta, þegar um alþjóðlegt að- stoðarmál er að ræða, að hljóðin séu svo auðveld, að all- ar þjóðir eigi hægt með að bera þau fram. Þá er sá úrkosturinn eftir að bjargast við gervimáL Enda er langt síðan að heimspekingum og öðrum vísinda- mönnum hugkvæmdist það ráð. En tilraun var engin gerð til að koma þeirri hugmynd í framkvæmd fyr en um 1880, er þýskur prestur, Schleyer að nafm, sarndi gervimálið Volaptík. Fjöldi raanna greip við því fegins hugar. En þó leið ekki á löngu, áður mestu dáleikarnir færu af. Meginreglur málfræðinnar voru að vísu einfald- ar, til þess að gera; en mörg hljóð í því máli reyndust ýmsum þjóðum örðug viðfangs, og hljómfagurt þótti það ekki. Hitt var þó verra, að því svipaði ekki til neins máls í Norðurálfunni að orðasniði. Þess vegna reyndist

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.