Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 42

Skírnir - 01.01.1911, Side 42
42 Alheimsmál hér er stofninn tekinn úr þýsku, með því að gargon eða boy féllu ekki eins vel við eðli málsins. Fugl heitir birdo (tekið úr ensku), því að oiseau eða vogel voru óhagfeldari. Allur hreimur málsins ber að vísu einna helst rómanskan blæ; en það stafar fremur af endingunum en orðstofnun- um, enda hefir snuprum ýmsra Þjóðverja út af þessu, er ófróðir voru í málinu, verið vísað rækilega á bug. Menn verða líka að muna eftir því, að í germansk-gotnesku málunum er fjöldi lánsorða af rómönskum uppruna, og það væri lítil hagsýni í því, að fara þá að seilast langt yfir skamt eftir sjaldgæfari orðum með germönskum hreim. öll orð enda eins í hverjum orðflokki fyrir sig. nafn- orðin á o, lýsingarorðin á a, atviksorðin á e o. s. frv. Því fylgir líka sá hægðarauki, að þekki maður nafnorðið, þá þekkir hann líka lýsingarorðið og atviksorðið, t. d. no. patro faðir, lo. patra föðurlegur o. s. frv. Þetta er ekki smáræðis sparnaður fyrir nám og minni. Enn er að geta eins snjallræðis, er miðar mjög til þess að gera málið ein- falt. Það eru forskeyti og viðskeyti, atkvæði sem bæta má framan eða aftan við orðin. Eitt þeirra er mal, er tákn- ar mótsetningu: longa langur, mallonga stuttur; þetta for- skeyti sparar sjálfsagt lýsingarorð um þriðjung og þá jafn- framt tilsvarandi nafnorð og atviksorð. Af viðskeytun- um má nefna eco, er jafnan táknar eiginleika: longa langur, longeco lengd; rica ríkur, riceco auðlegð. Manna- og dýranöfn mynda kvenkynsheiti með endingunum -ino: patro faðir, patrino móðir. Mörg önnur forskeyti eru til, og tákna stækkun, minkun, sameiginleik og fleira. Þeg- ar maður hefir numið þau, hefir hann þegar á valdi sínu allháa hundraðstölu af orðafjölda málsins. Málfræðin er vitanlega afar-einföld og reglurnar und- antekningalausar. öll orð bæta. við j í fleirtölu og n í þolfalli. Eignarfall er táknað með de fyrir framan orðið. Lýsingarorð stigbreytast á þann hátt, að sett er pli og plej — meira og mest — fyrir framan orðið. Sagnirnar enda á as í nút., is í fortíð og os í framtíð; og hver tíð er eins í öllum persónum eint. og fleirtölu.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.