Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 51

Skírnir - 01.01.1911, Side 51
Helgi. 51 aðrir sofa. Og þú sofnar auðvitað út frá öllu saman, og lærir svo ekkert.« Helgi þagði. »flver hlýðir þér yfir?« »Þórunn«. »Er hún hörð við þig ?« »Stundum.« »Ber hún þig?« »Einstöku sinnum.« »Einmitt það.« Prestur tók silfurdósir upp úr vasa sínum og tók í nefið. »Jæja, þú mátt nú fara, Helgi minn, og segðu henni Þórunni að eg vilji tala við hana.« Helgi fór og Þórunn kom inn. »Drengurinn kann ekkert. Hann getur ekki fermst í vor«, sagði prestur. »Kann hann ekkert?« »Nei, þér hljótið að vita það sjálf. Hafið þér ekki hlýtt honum yfir?« »Jú, eg held að eg hafi hlýtt honum yfir. Eg hefi reynt að troða í hann eins og eg hef getað. En það er eins og það sé ekki til neins. Hann er svo frámunalega tornæmur.« »Það er nú liklegast að hann sé tornæmur, en það er ekki alt því að kenna þótt hann læri ekki. Hann verð- ur að hafa tíma til að læra. 0g svo tjáir ekki að beita við hann eintómri hörku, þó hann kunni ekki. Það er ekki nema til ills. Þér verðið að vera lipur við hann, Þórunn mín. Þetta er munaðarleysingi, sem engan á að. Eg tel ekki foreldra hans. Þau skifta sér ekkert af hon- um.« Prestur stóð upp, og gekk fram og aftur um gólfið. »Eg veit ekki til að eg sé neitt hörð við hann eða að hann hafi ekki tíma til að læra.« »Jæja Þórunn mín. Það er auðvitað gott, ef svo er.« Prestur bjóst til ferðar. 4*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.