Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 54

Skírnir - 01.01.1911, Page 54
54 Helgi. Hann reyndi að komast hjá að vera með börnunum, og var oftast aleinn. Stuttu eftir ferminguna fékk Helgi mein í hægri fót inn. Hann dróst lengi á fótum, draghaltur. Loks lagðist hann og þá var læknis vitjað. »Ekki er ein báran stök«, sagði Þórunn, þegar lækn- irinn sagði að Helgi yrði að liggja í rúminu og láta fara vel um sig. »Loksins, þegar helzt er útlit fyrir að maður fari að hafa not af honum, þá þarf hann endilega að leggjast. Hver veit hvað lengi hann verður að liggja? Það er líka þægilegt fyrir mig, eins og eg hefi mikið að gjöra. Ekki hefi eg neinn til að hanga yfir honum og sinna um hann.« »Sveitin borgar yður auðvitað fyrirhöfn yðar, Þórunn mín,« sagði læknirinn. »Sveitin! Haldið þér að bann sé á sveitinni hann Helgi? Eg held nú ekki. Það var ekki svo sjaldan búið að telja eftir þessa meðgjöf, sem við fengum með honum, þangað til hann var fimtán ára. Síðan höfum við haft hann meðgjafarlaust.« »Já, en það er alt annað mál ef hann liggur lengi, þá er það eðlilega sveitin, sem ber kostnaðinn. Það er enginn efi á því. Ekki eruð þið skyldug til að standa straum af honum endurgjaldslaust.« »Nei, mér finst það nú ekki«, sagði Þórunn, og það glaðnaði yfir henni. »En eg geng ekki gruflandi að því, að okkur verður aldrei borgað svo mikið með honum, að við fáum að fullu goldna þá fyrirhöfn, sem við höfum fyrir honum.« Helgi lá lengi. Loksins þegar hann komst á fætur var fóturinn kreptur um hnéð, svo að hann varð að ganga við hækju, og gat ekki unnið neina sveitavinnu. Fór hann þá í næsta kauptún, með hjálp sveitunga sinna, og lærði þar skósmíði.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.