Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 55

Skírnir - 01.01.1911, Page 55
Helgi. 55 Honum gekk yel að læra, og eftir lát gamla skósmiðs- ins, fór hann að smíða fyrir sjálfan sig. Fyrstu fimm árin leið honum vel. Hann bjó í herbergjunum sem gamli skósmiðurinn hafði búið í. Það voru tvö kjallaraherbergi, í gömlu húsi, í miðju kauptúninu. Hann svaf í öðru þeirra, en í hinu vann hann. Tveir iitlir gluggar voru á vinnustofunni. Undir glugganum var bekkur, og fyrir framan hann var bakbrotinn tréstóll. Þar sat Helgi, dag eftir dag, og lappaði skó. Hann var seinn að því eins og öllu öðru, en hann vildi gera það vel, og mönnum féll vel að skifta við hann. Hann vonaðist til, að hann ætti eftir að verða miklu efnaðri. Og hann hugsaði löngum um, hvað þá mundi verða gaman að lifa, þegar hann væri orðinn vel efnum búinn. Þá ætlaði hann ekki að búa í lága, óhreinlega kjall- aranum. Hann ætlaði að eins að hafa vinnustofuna þar, en búa sjálfur í einhverju lang-fallegasta húsinu í kaup- túninu. Og hann var viss um, að konan sin yrði með lang- faliegustu konum í kauptúninu, ef hann ætti eftir að eiga hana Þóru frá Hellu, og aðra stúlku kærði hann sig ekki um að eiga. Þóra var úr sömu sveitinni og Helgi. Hún hafði oft komið að Grili, þegar hann lá, seinasta árið sem hann var heima. Hún hafði altaf verið góð við hann, og síðan hafði hann ekki getað gleymt henni. Nú var hún komin í kauptúnið fyrir einu ári. Hún var vinnukona í sýslu- mannshúsinu. Það stóð hinumegin við götuna, beint á móti húsinu sem Helgi var í. Og eldhúsgluggarnir á því voru beint á móti gluggunum á vinnustofu hans. Þóra var oftast í eldhúsinu, svo að hann gat séð hana gegnum gluggana. Og hann sat löngum og starði á hana, )>egar hún var við vinnu sína.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.