Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 57

Skírnir - 01.01.1911, Page 57
Helgi. 5T Hún hafði komið þangað einstöku sinnum um veturinn, og setið hjá honum stund og stund, þegar hún var búin með eldhúsverkin á kvöldin. Undir annari hlið herbergisins stóð rúm Helga. Fyr- ír framan það var lítið, blámálað borð og einn tréstóll. Þvottaáhöld voru í einu horninu, og ljós logaði dauflega á litlum vegglampa, er stóð á borðinu. Tjöid voru breidd fyrir gluggana. Helgi hafði reist hækjuna sína upp við fótagaflinn á rúminu. Þóra sat á stólnum, en studdi vinstri olnboganum á borðið, en hendi undir kinn. Hægri höndina hafði hún lagt á kné sér. Helgi sat á rúminu fyrir framan hana. Þau höfðu verið að tala um hitt og þetta sem gerð- ist í kauptúninu daglega. Þóru varð litið upp og framan í Helga. Hann starði á hana. Hún leit óðar undan. Þau þögðu litla stund. »Þóra! Eg get aldrei gleymt því hvað þú varst góð við mig, þegar eg var veikur«, sagði Helgi loksins. »Eg man nú ekki til að eg væri neitt sérlega góð við þig«. »En eg man það. Og mér þótti svo vænt um þegar eg frétti, að þú ætlaðir að koma hingað«. Helgi tók hönd Þóru og fól hana milli handa sinna. Hún sagði ekkert, og dró ekki að sér höndina. Hún starði í ljósið, hann horfði á hana. Hvorugt mælti orð um hríð. »Eg hefi aldrei fundið betur en í kvöld hvað mér þykir vænt um þig, Þóra«, sagði Helgi þvinæst, ofurlágt. Hann beygði sig áfram, þrýsti hönd hennar og bar hana upp að vörum sér. Þóra færði stólinn sinn, hægt og hægt, nær honum, og svo hallaðist hún upp að brjósti hans. Hann vafði handleggjunum utan um mitti hennar, og honum fanst hann vera sælastur allra manna.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.