Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1911, Síða 58

Skírnir - 01.01.1911, Síða 58
58 Helgi. Vorið eftir kom nýr skósmiður og settist að í kaup- túninu. Hann hét Guðmundur. Menn sögðu að hann hefði siglt til að »fullkomna sig« í skóaraiðn sinni, og að hann hefði hlotið mikið hrós hjá meisturum sínum utanlands. Hann leigði herbergi í einhverju stærsta húsinu í kauptúninu, sem stóð við aðalgötuna. Þar hafði hann vinnustofu og sölubúð. Hann skrifaði auglýsingu á afarstórt pappaspjald og sagðist taka að sér skósmíðar fyrir miklu lægra verð en kauptúnsbúar hefðu Lingað til átt að venjast, og þar að auk yrði verkið betur af hendi leyst. »Komið, reynið, þá munuð þér sannfærast«, stóð með þumlungslöngum stöfum neðst á spjaldinu. Síðan festi hann spjaldið fyrir ofan búðardyrnar. Menn ráku fljótt augun í auglýsinguna, og þyrptust kringum hana, til að lesa hana. Og næst, þegar þeir þurftu að lappa skóna sína, sendu þeir þá til Guðmundar. Flestum líkuðu viðgerðir hans betur, og smátt og smátt fækkaði viðskiftavinum Helga. Þegar leið á sumarið, komu engir til hans nema ef mikið lá á og Guðmundur gat ekki, vegna annríkis, af- greitt þá, eins fljótt og þurfti. Þóra kom einnig sjaldnar og sjaldnar til hans. Hún hafði farið að hugsa um það undir eins um vorið þegar atvinna Helga minkaði, hvað það væri í rauninni mikil vitleysa af sér að ætla að giftast honum. Hún gat ekki hugsað sér að sökkva sér niður í eymd- ina og baslið, sem hún sá að blasti við honum. Hún óskaði eftir færi til að segja honum, að hún gæti ekki haldið lengra út í það. Og hún fór að forðast hann eins og hún gat. Um haustið fór Helgi til Guðmundar, til þess að tala við hann, í þeirri von að þeir gætu komið sér saman um verð á viðgerðum. Hann hitti Guðmund í vinnustofunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.