Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 59

Skírnir - 01.01.1911, Side 59
Helgi. 59 Hann stóð upp, kom brosandi móti Helga og rétti honum höndina. »Komið þér nú sælir, Helgi minn. Gerið þér svo vel og fáið yður sæti«, sagði hann og benti á stól. Helgi settist niður. »Mig langar til að tala nokkur orð við yður, ef þér mættuð vera að«, sagði Helgi. «Með ánægju, Helgi minn. Hvað var það sem þér ætluðuð að segja?«. »Þér seljið skósmíðar yðar með lægra verði en eg. Þér dragið til yðar alla fyrri viðskiftamenn mína og svift- ið mig atvinuu minni«. Guðmundur svaraði engu. »Ef við seldum viðgerðir okkar með jöfnu verði, þá mundum við báðir hafa dálitið að gera«. »Og þá værum við báðir á heljarþröminni, Helgi minn«, sagði Guðmundur, og hló við. Þeir þögðu stundarkorn. »Jæja, erindið hefir líklega verið að fá mig til að hækka verðið á skósmíðum mínum«, sagði Guðmundur og leit fast á Helga. »Já«. »Einmitt það. Þér hafið auðvitað ekkert að gera«. »Eg get ekki sagt að eg hafi neitt að gera«. «Það er eðlilegt. Mig furðar ekki þó fólk hérna í kauptúninu sé orðið leitt á þessari sífeldu einokun á öll- um sköpuðum hlutum. Það er ekki nema gott að dálítil samkepni komist á. Hún þarf að myndast í fleiri grein- um. Eg er til með að fara bráðum að verzla, til þess að vita hvort þeim getur ekki hitnað dálítið, kaupmönn- unum hérna. Þeir eiga það sannarlega skilið. Þeir hafa okrað nógu lengi. Það gerði, svei mér, ekki til, þó þeir mættu lækka seglin«. Guðmundur stóð upp og gekk fram og aftur um gólfið. Helgi fylgdi honum með augunum. »Það sem vantar mest af öllu, bæði hérna og annars-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.