Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 63

Skírnir - 01.01.1911, Side 63
Helgi. 63 fór að þurka af þvegBum bollum sem hvolfdu þar á bakka. Helgi opnaði dyrnar betur og kom inn. Hann var blá-hvítur af kulda og hor. Hár hans var ógreitt, og föt- in blettótt og slitin og öll í hrukkum og fellingum. Hann haltraði inn að eldhúsborðinu, og settist á stól sem stóð þar. Þóra leit á hann. Meðaumkun og viðbjóður skein úr svip hennar. Hún leit óðar af honum aftur. »Nú er Ingvar búinn að segja mér upp húsnæðinu«r sagði Helgi. Þóra þagði. «En það gerir nú raunar ekki mikið til. Eg hefi ekkert að gera með vinnustofuna lengur. Það kemur hvort sem er enginn til mín. Mér þykir verst að Guð- mundur vildi endilega fá litla herbergið líka. Það hefði verið alveg nóg handa mér til vorsins. En það var ekki von að Ingvar gæti látið mig hafa það lengur, úr því eg gat ekki borgað húsaleiguna. Og eg vona að eg fái að liggja einhversstaðar inni, þangað' til að eg get komist burtu«. Þóra sagði ekkert. Hún hélt áfram að þurka af boll- unum og leit ekki á Helga. »Hvað eg hlakka til að komast burtu héðan. Eg vona að guð gefi, að mér gangi betur að fá mér atvinnu einhversstaðar annarsstaðar«, sagði hann og leit upp og framan í Þóru. »Og þá vona eg, að eg geti bætt upp öll leiðindin og allar áhyggjurnar sem þú hefir haft út af mér í vetur. Og þá ættirðu ekki að þurfa að vinna eins mikið, og þú verður að gera núna«. Helgi þagði stundarkorn, og starði á Þóru. Hún forð- aðist að líta á hann. »Þóra, mér hefir oft liðið illa í vetur. Eg hefi stund- um verið svangur og kaldur. En það hefir fieira gert mér lífið þungbært. Eg hefi svo sjaldan fengið að tala við þig. Mig hefir svo oft langað til að tala við þig um ástæður mínar, tala

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.