Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 67

Skírnir - 01.01.1911, Side 67
Tiðavísur 1910. 67 féll um Frakkland feikna elgur, — ærin áminning allri þjóð geldri, guðlausri og gáskafullri. Jöguðust jafningjar um jarðarsporð: Hrókur og Hákur hunda kóngar. Enn er afsleppur orðstír beggja miðlungsmenna að mannkostum. Sýndist sumum sól í vetur yfir alviðru auðkýfinga: rétti Rockfeller rangfengna þó Fofnis fullsælu í fjórar áttir. Sú er sálugjöf samandregin okurauðlegð með afbrigðaklóm. Sinni heyrnarhurð liratt í klofa, hafði hjarta sitt handraða-læst, þegar múga manns mötu skorti. Nú varð níðingi nálar augað ærið ægilegt ellimóðum; þó mun þjóðplága þessi verða eins og áður að innræti. Fjöldi fleginna fátæklinga minnist misendis maura drottins; munu milljónir manna honum unna að eilifu olíureyks. Heim skulum halda í harðangur vort; þar eru þrár vorar og þúsund rætur; vonir vængbrotnar og varnarþing, þrettán þjóðfylgjur, sem þarf að sigra. Gera glámsýnir glapráðamenn, æfir orðhenglar ýkjumálgir óleik ættjörðu, alþýðu tjón, loksins sjálfum sér sögurefsing. Feig er framhleypni, fellur hroki æ um sjálfan sig í saur niður;

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.