Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 69

Skírnir - 01.01.1911, Page 69
Tíðavisur 1910. 69 þegar þjóðspilling þarf að refsa. Þjóta um þvera þjóðlífsgötu og um endilangt almanna skeið Bróðir, Bölverkur og Bægifótur, Loki og Ljót og Lyga-Mörður. Leggja langs og þvers um lands bygðir alt frá óttu yfir’ að náttmálum leikin, ljúgfróð lausamenni Gleipni glapmála á grænjaxla lýð. Langar marga með Leifi heppna frændur framræka að fara úr landi, þar sem þjóðlygi á þúsund jarðir, en sannleiksást selstöð eina. Föst er Fjallkona í foraði; haturs hræbál að himni hvæsa; aska úlfúðar á allri jörð, guði til gráts en gamans hinum. Sárt ertu leikin svanafóstra: hríðum harðbarin, hrönnum lamin; aumkuð utanlands, örbirg heima þeirra þjóðkosta, er þrifnað veita. Ast á ættlandi er orðahjóm, vaðall, varaskrap og vígalæti: hopa af hólmi hversdags iðju, þeir sem þeyta mest þjóðarlúður. Halda hátíðir hefnigirni þaktir þverbrestum þjóðskörungar. Þrungnum þrasgirni þjóstylfingum, þeim sem þjóðflautir þeyttar hafa, leika landmunir á landsjóði. Nú er nótt í hug! Nóg mun kveðið; mér meintregi, mörgum skapraun. Leiða 8ál mína í svaðilför lands og lýða logandi mein.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.