Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 73

Skírnir - 01.01.1911, Side 73
Ritfregnir. 73- hversu margoft mannkyn trylt myrt hefir lækna sína. . . . Fyrir unnin andans hnoss urðu tiðum launin: eitur, brenna, kyrking, kross, kvala blóðug raunin. . . . Það verður ekki annað sagt, en að þessi maður líti óhiltum sjónum á söguna og mannlífið. En hver er nú samt trúin hansi Ást hins eilifsanna efld með frelsis dug, einlæg ást til manna örvi guðdómsflug. — Trúðu’ á tvent í heimi, tign sem hæsta her, guð í alheims geimi, guð í sjálfum þér. Þannig ber að þreyja, þessu stefna að: elska, iðja’ og deyja, alt er fullkomnað. Á fyndnisstökur og lausavísur Steingríms ætla eg ekki að minnast. Þær eru fyrir löngu orðnar landfleygar, — nema þærr sem nú koma hór í fyrsta siun fyrir almenningssjónir. En eg ætla ekki að fara að taka af þeim nýja bragðið með því að hafa þær upp hór. Gaman væri nú að vita að lokum, hvernig þessu aldurhnigna skáldi er orðið innanbrjósts með áttatíu árin á bakinu, hvort hann hefir breyzt til muna eða er enn hinn sami. Ofurlitla mynd finst mér hann draga upp af sjálfum sér í kvæðiskorni einu — »Einn eg geng um apríls dag« (bls. 312). Hann er á gangi í logndrífu og honum finst sem ellin sé að »drifta« snjó á sig og árin þyngi bakið. En svo heyrir hann til lóunnar, fyrsta lóukvakið, forboða vorsins. Þá finnur hann ekki lengur til ellinnar; þá er hann orðinn ungur í annað sinn og segir: — Ung er sálin innra þó, undir tek ég kvakið! Og hvaða augum lítur hann nú á hina fyrri skálddrauma sína? Það finnum við bezt í kvæðinu »Hugarburðir« (bls. 263). Um þá segir haun: — Þeir lýstu í æsku likt og töfrahilling, í lofti bygðust hallir Aladdíns með bustir skreyttar skærri röðuls gylling, — svo skinu hugarburðir anda míns.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.