Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 74

Skírnir - 01.01.1911, Side 74
74 Ritfregnir. Eg eldri varð, og hratt þeir sjónum hurfu, já, hurfu til að hirtast aldrei meir, og fyrr en varði sorgir að mér surfu, jafn sárar þ æ r og fagrir voru þeir. Og sakast hef eg um þau brigðin bitur, er bölið kom í væntra hnossa stað; — en rórri nú, þótt of seint yrði eg vitnr eg ekki framar raunir tel um það, að hillinganna hverfult skin mig vilti, — svo himneskur var Ijóminn, sem þær gylti. Fögur orð í öldungsmunni! — Og betur aS fleiri gætu sagt •eitthvaS líkt undir æfilokin. En vel má nú keimfæra þaS upp á Steingrím sjálfan, er hann kvaS endur t'yrir löngu í hinu gull- fagra kvæSi sínu »Haustkvöld« (bls. 120): Elli, þú ert ekki þung anda guði kærum: fögur sál er ávalt ung undir silfurhærum! ___________ Ág. Bj. Stutt kensluliók í hljómfræði eftir Sigfús Einarsson. 115 bls. 8v. Bók þessi ryður að mestu nyja braut í bókmeutum vorum, því eins og höf. tekur fram í formálanum, hefir alls ekkert verið ritað um þetta efni á íslenzku, nema þaS, sem Pétur heit. GuS- johnsen ritaSi 1870 i bók sína »LeiSarvísir til þekkingar á söng- listinni.« ÞaS mun því óhætt mega fullyrf a, aS bók þessi muni verða kærkominn gestur, ekki aS eins öllum þeim, sem stunda söng og hljóSfæraslátt, heldur og sérstaklega þeim, er jafnframt fást viS kenslu í þessum greinum. ÞaS er ekki fyrir hvern viSvaninginn aS skrifa góða kenslu- bók í hvaSa námsgrein sem er. Oftast er þaS ekki nóg aS höfund- urinn sé bóklega vel mentaSur í þeirri fræSigrein, er hann skrifar um, heldur þarf hann helzt einnig aS hafa sjálfur átt viS kenslu í henni, því meS því eina móti verSur honum ljóst, hvaða atriSi þurfa mestrar skýringar viS, svo aS misskilningur verSi engiiin eða sem allra minstur. Nú hefir höf. bókar þessarar einmitt átt við kenslu í hljóm- fræSi í nokkur ár, og á það, í sambandi viS að hann viS samn-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.