Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 77

Skírnir - 01.01.1911, Side 77
Ritfregnir. 77 ina. Alt gengnr vel um stund, en brátt ber ógæfan að dyrum. Bólan kemur og synir Jóns deyja allir. Um sama mund eyða vatnsflóð og skógareldur öllum fjármunum hans. Eitt barnið lifir enn, fullorðin dóttir, sem hafði sest að í borginni. Hún kynnist þar manni einum, giftist honum, og vinnur fyrir honum, því að hann eyðir öllu sínu við spil og drykk. Konan ber þetta um stund, en brátt beygir þreytan og sorgin hana; hún andast frá ungbarni þeirra. Alt þetta skellur á Jóni eins og stormbyljir á forna eik, sem bognar undir þunganum en brotnar ekki. Guttormur ann skörpum andstæðum og skyrum dráttum. Á þessari mynd hans má sjá ljós og myrkur, bjartan dag og dimma nótt, en hvorki morgun nó kvöld. Hann málar ekki smáatburði, og notar ekki milliliti. Menn hans eru annaðhvort hreinhjörtuð göfugmenni eða lævísir bófar. Gott og ilt, hreint og óhreint berst á banaspjótum. Hið illa er sterkara, en vinnur þó ekki fullan sigur. Lesarinn finnur að hér er eitthvað að, myndin rennur ekki sundur. Og gallinn er sá, að hún er of stórgerð; hún gefur ekki sanna hugmynd um hinn óendanlega smágerða og litbreytta vef mannh'fsins. Þannig eru veruleg missmíði á söguformi Guttorms. Bókin er ekki fullkomin listaheild. Af henni er ekki hægt að ráða hvort höf. muni verða söguskáld. En hún sýnir að hann er nú þegar myndarlegt ljóðskáld. Hann er spakur maður og getur l/st pr/ðis vel, einstökum atriðum. Honum er létt um mál og rím. Hann finnur þetta og hefir gaman af að leika sér að erfiðum háttum eins og fimur riddari sem skylmist í þungri spangabrynju. Jónas Jónsson. Jólabókin II. Útg. Árni Jóhannsson og Theodór Árna- son. Rvk. 1910. Snoturt kver að efni og frágangi, sungið í garð og úr með fallegum jólaljóðum af tveim góðskáldum, Guðm. Guðmundssyni og Matthíasi Jochumssyni. Af frumsömdum greinum í óbundnu máli flytur kverið »Jólasögu frá Garði«, eftir Þórhall biskup Bjarnason, og »JÓ1 í stórborg«, eftir Guðm. Magnússon skáld. Fyrri greinin er efnisgrönn að vísu, en ljúfleg og hl/, með fastnæmum persónu- eirvkennum. Hin síðari er fjörleg 1/sing á jólum í Kaupmannahöfn, undirbúningsasanum, helgihringingunni og hátíðarsöngnum — og eyðisvip borgarinnar að aflokinni guðsþjónustugerð, er allar fjöl-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.