Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 78

Skírnir - 01.01.1911, Side 78
78 Ritfregnir. skyldur halda jól fyrir læstum dyrum og luktum gluggum, en ein- mana útlendingurinn reikar dapur um göturnar milli dimmleitra húsaraðanna. Ennfremur er þar kvæðiskorn þýtt af V. Briem, og helgisaga úr æskulífi Krists eftir Selmu Lagerlöf, látlaus og til- komumikil, þýdd af útgefendunum. B. B. Safn af sönglögum fyrir fjórar ósamkynja raddir. Safn- að og búið undir prentnn hefur Jón Laxdal. Rvk. 1910. Lögin í þessu hefti eru bæði intdend og útlend. Af þeim innlendu eru flest eftir Jón sjálfan. Eru mörg þeirra kunn áður og sjálfsagt mörgum góðkunn, eins og t. d. »Oft um ljúfar, ljósar sumarnætur.« I því er eitthvað af þeim þýðleik, er mjög ber á í beztu lögum Jóns (»Sólskríkjunni«). Á meðal útlendu laganna er slíkt afbragð sem »Sólkveðjan« hans Lange-Miillers. Yfir höfuð lít eg svo á, að vel sé valið í heftið, því að flest eru lögin falleg, þó að sum þeirra séu líklega full flókin til þess að hljóta alþýðuhylli* Þá er búningurinn. Prentvilla er það sjálfsagt, er á bls. 6 (5. deild, 2. rödd) stendur es fyrir g, því að hljómurinn má ekki án þríundarinnar vera. Á bls. 10 fer alt og bassi í samstígum áttundum, en þær raddir og s ó p r a n í samstígum fimmundum á milli 1. og 2. deildar. Og eins er neðar á blaðsíðunni. Og eg sé ekki hverjar varnir eru í máliuu. A bls. 11 eru leyndar áttundir, er eg tel óheppilegar, af því að þær verða til þess, að fimmund seinna hljómsins er tvöfölduð. Þessar áttundir eru á milli s ó p r a n s og tenórs, 6.—7. deild Á bls. 12, seinustu deild er d: vii^, ranglega leystur. Þríundin (e) hefði átt að fara upp um sæti. Og þá hefðu fimmundirnar milli sóprans og alts aldrei orðið til. Á bls. 13 er leiðsögutónninn (cis) í d : V7 (4. deild) ranglega færður niður um stækkað bil. Á bls. 14 (3. deild) hefði verið réttara að skifta ekki um hljóm í 1. deildarhluta. Á bls. 16 (seinni hluta 2. deildar) fer alt og tenór í samstígum fimm- undum að ástæðulausu, að því er virðist. En að öllu má eitthvað finna. Og nú get eg ómögulega verið að halda lengra aftur í bók- ina og tina fleira til. Mór þykir meiri ástæða til að þakka honum fyrir það, sem hann hefir unnið sönglist vorri til þrifa. Hún á sór áreiðanlega fáa vini betri. Það, sem eg hefi talið aðfinslu- vert og fleira, er til mætti tína, hefir vafalaust slæðst með af því sórstaklega, að höf. hefir mörgum og margvíslegum störfum að

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.