Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 79

Skírnir - 01.01.1911, Page 79
Ritfregnir. 79 gegna, hefir orðið að vinna að bókinni á hálfgerðum hlaupum og ekki haft tíma til að velta hverju einu fyrir sér, svo sem þurft hefði. Þannig er svo að sjá allvíða, sem hann hafi eigi gefið sór tóm til að gæta að hverri einstakri rödd, eða vanda nægilega til þeirra, t. d. til b a s s a og t e n ó r s efst á bls. 55, svo að eg nefni eitt dæmi. En þau eru fleiri. Eitthvað hefi eg rekið mig á af prentvillum hér og þar. Baga- legt er það t. d. á bls. 52, að orðin við b a s s a n n hafa fallið úrr þar sem hann fer á misvíxl við hinar raddirnar. Tekstarnir eru afbragð, margir hverjir. S. E. Söngfræði eftir Hallgrím Þorsteinsson. Rvk. 1910. Hálfóþarft kver er þetta, því að annað var komið á undan — á vegum Guðm. Gamalíelssonar — sama efnis. Þó væri ekki um það að fást, ef prj'ðilega væri frá kverinu gengið, en því fer mjög fjarri. Framsetningin er eitthvað svo dauðans viðvaningsleg, skfr- ingarnar svo langdregnar og þó oft óljósar; — eða ef til vill með fram þess vegna, að vaðallinn er svo mikill. T. d. kaflinn um tónaraðir. Svo er að sjá, sem »óblandaður tónstigi« merki sama og m i s s t í g r ö ð, en »blandaður tónstigi« sama og smástíg röð (shr. bls. 36). En hvað er þá höf. að fara (á bls. 41), er hann talar um »C-dúrtónstigann bæði blandaðan og óblandaðan«. Eða á höf. við það, að »óblandaði tónstiginn« só stofntónaröð (C-dúr), en allar tónaraðir aðrar »blandaðar«? Úr hverjum »ágætum söngkenslubókum á öðrum tungumálum« kemur höf. slík skifting tónraðanna ? A bls. 39 stendur, að C-dúr liggi »til grundvallar fyrir öllum dúrtónstigum, þannig, að á hverjum tón hans má byggja tónstiga«. Nei, ekki liggur hann til grundvallar fyrir þeim í þ e s s u m skilningi, heldur hinum, að eftir honum eru aðrir dúrar gerðir (þ. e. með sömu tónbilaskipan). Enda þekk- ir höf. og nefnir fleiri dúra en þá, sem bygðir eru á heimatónum C-dúrs. A bls. 34 merkir »heill tónn« sama og stór tvíund, en á bls. 36 stendur, að »óhlandaði« tónstiginn só »samsettur af heilum tón- um, en hinn blandaði af heilum og hálfum tónum«. Er þá hvergi lítil tvíund í þeim tónstiga, sem höf. kallar óblandaðan! Eða hvar er stór tvíund í þeim blandaða? í þessu og mörgu öðru veður höf. reyk.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.