Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 83

Skírnir - 01.01.1911, Side 83
Frá útlöndum. 8» að konungsvaldið yrði afnumið i Portúgal og í staS þess myndaS lyðveldi, en jafnframt fullvissað hana um, að þrátt fyrir það yrði sambatid Portúgals við England óbreytt frá þv/, sem áður hefði verið. Höfðu þeir fengið góð svör, þau, að sambandið væri gert milli þjóðanna og það breytti í engu afstöðu Englands ti! Portú- gals, þótt Portúgal breytti stjórnarfyrirkomulagi sínu. Það er sagt, að eftir samningum milli Portúgals og Englands frá 5. des. 1900 hafi England trygt sór forkaupsrétt að nylendunr.m, ef Portú- gal yrði að láta þær af höndum. Lýðveldismenn höfðu, eins og áður segir, haft langan viðhúnað til stjórnarbyltingarinnar með leynifundum og samsærum. Flest- allir foringjarnir í sjóhernum fyltu þatm flokk, en urðu auðvitað að fara mjög leynt með það, að þeir væru með í ráðum til þess að gera uppreisn. Höfuðborgin, Lissabon, átti 7 lýðveldismenu á þingi; þar af var einn sjóliðsforingi, en 5 voru prófessorar. Það er sagt, að flestir vísindamenn landsins hafi fylt þann flokk og, að yfir höfuð væru það hinar betur megandi stóttir, sem gengust fyrir byltinguuni. Hin stóru verzlunarhús í Lissabon höfðu t. d. stutt hana. Atvik korn fyrir 3. október, sem flýtti fyrir uppreisuinni. Þá var einu af foringjum byltingamanna myrtur heima hjá sór. Hann hét Bombardó og var frægur læknir. Sá, sem myrti hann, var herforingi og talinn eigi með ölium mjalla þá stundina, sem hann vann verkið, en klerkaflokknum var gefin sök á moiðinu, og æsti það mjög hugi þeirra manna, sem áður höfðu bundist samtökum um, að koma fram stjórnarbyltingunni. Á fundi, sem þeir hóldu þá um kvöldið, var fastráðið, að byrja hana næstu nótt. Skyldi merki gefið til uppreisnarinnar með 21 fallbyssuskoti. Kl. ll/2 um nóttina dundu við fallbyssuskotin og vöktu borgar- menn. Yoru göturnar þegar eftir litla stund orðnar fullar af fólki og bárust skjótlega um fregnirnar af því, hvað til stæði, enda fóru uppreisnarmenn um göturnar með lúðrablæstri og söfnuðu að sór liði. Lögregluliðið hrökk ekkert við, til þess að stöðva óeirðirnar, og var þá kallað til herlið. En nokkur hluti þess gekk þegar í lið með uppreisnarmönnum. Þeir reistu nú vígí til og frá í strætunum og sendu liðsflokka í allar áttir, suma til þess að ná yfirhönd yfir brúm og götum, er miklu þótti varða, en aðra til þess að ná fróttaþráðastöðvunum á sitt vald, til þess að engar fregnir bærust út af því, sem í borg- inni gerðist, fyr en þeim þætti tími til kominn. En margt af her-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.