Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 85

Skírnir - 01.01.1911, Side 85
Prá útlöndum. 85 séS, hvorir sigra mundu. Flögg nppreisnarmanna komu upp í hverri götunni eftir aðra, til merkis um, að þar væru þeir orðnir sigurvegarar, eu flöggum hinna fækkiði að sama skapi. En allan þann dag var barist, og svo næstu nótt, alls yfir 30 klukkustund- ir. 5. október var alt orðið á valdi uppreisnarmatma, og þá fyrst bárust fregnir af byltingunni út um heiminn, því uppreisnarmenn höfðu skorið sundur fréttaþræðina, til þess að engar fregnir bærust af bardaganum, meðan á honum stóð. Fyrstu fregnirnar skýrðu frá því, að Manúel konungur væri rekinn frá ríki og lýðveldi sett á stofn. En rétt á eftir kom sú fregn, að Theophilo Braga hefði tekið að sér, að verða fyrsti forseti lýðveldisins. En það er frá Manúel konungi að segja, að þegar herskipin tóku að skjóta á konungshöllina, var honum ráðlagt, að flýja það- an, og gerði hann það, fór ásamt móður sinni og ömmu út úr borginni. Komust þau síðan út á listiskip, er konungur átti þar á höfninni og héldu á því til Gíbraltar með fylgd enskra herskipa. Yar þeim þar vel tekið af Englendingum, og þar dvöldu þau um hríð, en siðan hélt konungur til Englands. Byltingamenn skipuðu nú nýja stjórn og var svohljóðandi til- kynning um það send út um heiminn kvöldið 5. október: J>I>jóðin og herinn hafa rétt í þessu afnumið konungsveldið og lýst Portúgal lýðveldi samkvæmt óskum, er menn hafa lengi búið yfir. Gleðinni yfir þessu er ekki hægt að lýsa. Það hefir verið mynduð bráðabirgðastjórn, og er hún svo skipuð: Forseti: Theo- philo Braga; innanríkisráðherra: José de Almeida; hermálaráðherra: Xavier Barretó óberst; dómsmálaráðherra: Alfonso Costa; flotamála- ráðherra og nýlendnmálaráðherra: Azevedo Gomes; utanríkismála- ráðherra: Bernadino Machado; verknaðarmálaráðherra: Antonio Luiz Gomes. Stjórnin hefir með samhug allra borgara trygt almennan frið ott reglu. Sífelt streyma að, utan úr hóruðunum, yfirlýsingar um, að stofnun lýðveldisins só tekið með hinni mestu gleði. Theophilo Braga, forseti.« Allir foringjar í her og flota hét.u hinni nýju stjórn þegar hylli og trygðum. Til alþjóðar í Portúgal birti nýja stjórnin svo- hljóðandi ávarp: »PortúgaIsmenn ! Þjóðin, herinu og flotinn hafa lýst yfir stofnun lýðveldisins. Konungsættin Braganza, sem glæpsamlega og með ásetuingi hefir spilt þjóðfriði í laudinu, er fyrir fult og alt út rekin úr Portúgal. Þessi atburður er vottur um djarfleik og hreysti þjóðarinnar og fyllir hjörtu allra föðurlandsvina með fögn-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.