Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1911, Side 91

Skírnir - 01.01.1911, Side 91
ísland 1910. Árið 1910 hefir veriS betra en meðalár bæði til lands og sjáv- ar; til sjávarins jafnvel miklu betra en meðalár. Svo segja þeir, sem nánast yfirlit hafa yfir þetta hvort um sig. Veðráttufarið hefir yfirleitt verið þetta: Veturinn fremur harður og snjóasamur, vorið kalt og jörð leysti seint undan snjóum, en sumarið gott og hagstætt, með stuttum regnkafla í byrjun haustsins, en haustið síðan einmunagott og blíðviðrasamt. Hey ger.gu mjög til þurðar í vorharðindunum, en heyfengur var góður eftir sumarið, og haustið bætti upp vorið. Talað var um skepnufelli í vorharðindunum bæði vestan lands og norðan, og mun eitthvað hafa verið hæft í þeim fregnum, þótt eigi hafi orðið mikil brögð að. Fjárskaðar urðu á ýmsum stöðum í Fljótsdals- hóraði í ofsaveðri 7.—8. maí, og mun eins dæmi um þann tíma. Annars er ekkert sérlegt fram að taka viðvíkjandi landbúnaðinum á árinu. Flóaáveitu mælingunum hefir verið haldið áfram af Tal- bitzer verkfræðing, er áður hefir að þeim unnið. Þess má og geta, að fyrirhleðsla var gerð á árinu til þess að stemma st'gu fyrir jarðskemdum af flóðum úr Markarfljóti, og hefir þetta gefist vel. Nylundu má telja það, að í júlí í sumar fóru margir norðlenzkir bændur kynnisför til Suðurlands, fóru suður um Borgarfjarðarhérað, þá til Beykjavíkur og síðan austur um Arness- og Rangárvalla- sýslur. Aflabrögð hafa yfirleitt verið góð kringum alt land. Botnvörpu- skipin hafa aldrei aflað eins vel. Þau gengu hóðan 8 þetta ár, en nú er ráðin nokkur fjölgun á þeim. Síldarveiðar byrjuðu seint nyrðra, en urðu miklar þegar til kom. Hvalaveiðar f meðallagi. Fiskverð fremur hátt. Snemma á árinu tók til starfa »Samábyrgð« fyrir íslenzk fiskiskip — og 4 yfirfiskimatsmenn voru skipaðir, er hafa aðsetur sinn í hverjum af aðalkaupstöðum landsins, hvorttveggja samkvæmt lögum frá alþingi, er fyrv. stjórn hafði undirbúið og

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.