Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1911, Page 93

Skírnir - 01.01.1911, Page 93
ísland 1910. 93 egs og íslands, hætti í vor sem leið, en þó varð nokkurt framhald á ferðunum. — Yms slys hafa orðið á árinu á þeim skipum, sem samgöngunum hafa baldið uppi. »Laura« strandaði skamt frá Skagaströnd 12. marz, og hafði hún verið í millilandaferðum »Sam. gufuskipafél.« 30 ár. »Eljan«, eitt af skipum Wathnesfól.«, strand- aði úti fyrir Reykjarfirði 28. júní. Vélarbáturinn »Harpa«, póst- flutningabátur á Breiðafirði, strandaði 22. sept. á Hagabót við Barðaströnd. Þar fórust 3 menn. Gufubáturinn »Hrólfur« frá Seyðisfirði fórst 30. marz sunnan við land, en mönnum af bonum hjargaði enskur botnvörpungur. Gufuskipið »Hadria«, milliferðaskip verzl. »Edinborg«, fórst í Hafnarfirði 1 stórviðri aðfaranótt 28. des. og druknuðu þar 5 menn, einn íslenzkur, en hinir norskir. I kirkjumálum eru það helztu tíðindin, að samkv. lögum frá síðasta alþingi vígði biskup landsins tvo vígslubiskupa, annan fyrir Hólabiskupsdæmi hið forna, Geir Sæmundsson prófast á Akureyri, og var hann vigður á Hólum 10. júlí, hinn fyrir Skálholtsbiskups- dæmi hið forna, Valdimar Briem prófast á Stóranúpi, og var hann vígður í Reykjavík 28, ágúst. — Kirkjufélag Islendinga í Vestur- heimi hélt í sumar 25 ára afmæli sitt hátíðlegt í Winnipeg. I heilbrigðismálunum hefir gerst sú nýung á árinu, að Heilsu- hælið á Vífilsstöðum tók til starfa. Það var opnað snemma í sept- ember og voru þar nú í árslokin 45 sjúklingar. Það er mjög vand- að hús og útbúnaður allur í bezta lagi. Læknir er þar Sigurður Magnússon. — Sjúkrasamlagsfélag var stofnað í Reykjavík snemma á árinu. Þessi eru hin helztu mannalát á árinu: Lárus E. Sveinbjörns- son fyrv. dómstjóri (4. jan.), Einar B. Guðmundsson bóndi á Hraun- um í Fljótum (1. febr.), Páll Melsteð sagnfræðingur í Rvík (9. febr.), Brynjólfur Gunnarsson prestur á Stað í Grindavík (19. febr.), Jón Halldórsson bóndi á Laugabóli í Isafj.s. (3. marz), Kristján Jóhannesson verzlunarstj. á Eyrarbakka (8 febr.), frú Ragnh. Briem, ekkja eftir síra 0. B. (18. marz), Bergur Helgason skólastjóri á Eiðum (15. marz), Guðm. Þorláksson magister (2. apríl), Bryde etazráð í Khöfn (13. apríl), Stefán Jónsson verzlunarstjóri á Sauðárkróki (5. maí), frú Karítas Markúsdóttir, ekkja st'ra ísl. Gíslasonar (28. apríl), Stefán Stefánsson bóndi frá Heiði (10. maí), Sæmundur Sigurðsson hreppstjóri á Elliða í Staðarsveit (11. maí), Magnús Brynjólfssou dbrm. á Dysjum á Álftanesi (í maí), Jón Olafsson bóndi á Sveinsstöðum i Húnavatnssýslu (í maí), Jón Guðmundsson bóndi á Efribrú í Grímsnesi (13. júlí),

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.