Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 52

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 52
218 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sjávarmörk á þessum slóðum. Hann nefnir þó ekki neina tölu um hæð sjávarmarkanna. í kaflanum um sjávarminjar í „Grundriss" getur hann um, að þær muni í Vestur-Skaftafellssýslu vera huldar yngri jarðlögum og því ekki að vænta að finna neinar sjávarminjar þar, en endar — „obwohl die steilen Abhánge der Tuffgebirge be- weisen, dass die jetzt so ferne See einst bis hinauf zu ihnen ge- gangen ist“ (1905, bls. 99). Á kortinu, sem fylgir „Grundriss", dregur hann línu fyrir efstu sjávarmörk fyrir endann á Snæbýlisheiði, sunn- an við Ása og síðan í NA upp að Skálarheiði um 5 km NV af Skál. Þetta er einhvers staðar milli Kistufells og Þorsteinsheiðar og gæti maður látið sér detta í hug, að lega hamranna hærra upp í hlíð þarna (sbr. töflu III) hefði ráðið því, hvar hann dró línuna upp að Skálarheiði. Á kortinu, sem fylgir ritgerðinni „Postglaciale marine Aflejringer“ og rituð er ári áður en hann ferðaðist urn Vestur-Skaftafellssýslu, virðist línan dregin á sama hátt. (Thorodd- sen 1892). Ég hef því helzt trú á, að Þorvaldur hafi lítið um þetta hugsað, og því dregið línuna með þeim hömrum, sem hann hefur talið í þeirri hæð, sem sjávarmörk ættu að vera, eftir rannsóknum hans annars staðar á landinu. Ég get tilsýndar ekki séð neinn mun á hömrunum í Kistufelli og Þorsteinsheiði, sem réttlætt geti að telja ekki myndun þeirra af sama uppruna. Að hamrarnir milli Kistufells og Þorsteinsheiðar eru lægri og standa hærra upp í hlíð- inni, ætti að stafa af því, að þama er svolítið vik inn í fjallið. Lengra austur lætur Þorvaldur línuna fylgja suðurbrún Síðu- fjalla. Hún er nokkuð samfellt girt hömrum og finnast þar í hellar. Jón Jónsson dregur í efa, að hellar Síðufjalla séu myndaðir af haf- inu. Hann gefur þó enga skýringu aðra á þeim — telur myndun þeirra óleyst vandamál (1957, bls. 149). Ejstu sjávarmörk í Hreppum. Jóhannes Áskelsson (1934) og Guðmundur Kjartansson (1939) hafa rannsakað efstu sjávarmörk í Hreppum og telja þau vera í um 125 metra hæð. Þau eru þó óglögg þar, en við 100—110 metra hæð finnast fyrst skýrar strandlínur. Mætti þetta þykja lágt í samanburði við sjávarmörk- in í Skaftártungu. Ekki sé ég neina ástæðu til að ætla, að land í Skaftártungu hafi þrýstst 140 metrum lengra niður undan jökul- fargi en í Hreppum. Sá munur mun varla skipta meiru en örfáum tugum metra, ef nokkur er. Verða því að koma til aðrar skýringar. Einföldust skýring væri, að efstu sjávarmörk séu alls ekki fundin

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.