Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 1960, Qupperneq 52
218 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sjávarmörk á þessum slóðum. Hann nefnir þó ekki neina tölu um hæð sjávarmarkanna. í kaflanum um sjávarminjar í „Grundriss" getur hann um, að þær muni í Vestur-Skaftafellssýslu vera huldar yngri jarðlögum og því ekki að vænta að finna neinar sjávarminjar þar, en endar — „obwohl die steilen Abhánge der Tuffgebirge be- weisen, dass die jetzt so ferne See einst bis hinauf zu ihnen ge- gangen ist“ (1905, bls. 99). Á kortinu, sem fylgir „Grundriss", dregur hann línu fyrir efstu sjávarmörk fyrir endann á Snæbýlisheiði, sunn- an við Ása og síðan í NA upp að Skálarheiði um 5 km NV af Skál. Þetta er einhvers staðar milli Kistufells og Þorsteinsheiðar og gæti maður látið sér detta í hug, að lega hamranna hærra upp í hlíð þarna (sbr. töflu III) hefði ráðið því, hvar hann dró línuna upp að Skálarheiði. Á kortinu, sem fylgir ritgerðinni „Postglaciale marine Aflejringer“ og rituð er ári áður en hann ferðaðist urn Vestur-Skaftafellssýslu, virðist línan dregin á sama hátt. (Thorodd- sen 1892). Ég hef því helzt trú á, að Þorvaldur hafi lítið um þetta hugsað, og því dregið línuna með þeim hömrum, sem hann hefur talið í þeirri hæð, sem sjávarmörk ættu að vera, eftir rannsóknum hans annars staðar á landinu. Ég get tilsýndar ekki séð neinn mun á hömrunum í Kistufelli og Þorsteinsheiði, sem réttlætt geti að telja ekki myndun þeirra af sama uppruna. Að hamrarnir milli Kistufells og Þorsteinsheiðar eru lægri og standa hærra upp í hlíð- inni, ætti að stafa af því, að þama er svolítið vik inn í fjallið. Lengra austur lætur Þorvaldur línuna fylgja suðurbrún Síðu- fjalla. Hún er nokkuð samfellt girt hömrum og finnast þar í hellar. Jón Jónsson dregur í efa, að hellar Síðufjalla séu myndaðir af haf- inu. Hann gefur þó enga skýringu aðra á þeim — telur myndun þeirra óleyst vandamál (1957, bls. 149). Ejstu sjávarmörk í Hreppum. Jóhannes Áskelsson (1934) og Guðmundur Kjartansson (1939) hafa rannsakað efstu sjávarmörk í Hreppum og telja þau vera í um 125 metra hæð. Þau eru þó óglögg þar, en við 100—110 metra hæð finnast fyrst skýrar strandlínur. Mætti þetta þykja lágt í samanburði við sjávarmörk- in í Skaftártungu. Ekki sé ég neina ástæðu til að ætla, að land í Skaftártungu hafi þrýstst 140 metrum lengra niður undan jökul- fargi en í Hreppum. Sá munur mun varla skipta meiru en örfáum tugum metra, ef nokkur er. Verða því að koma til aðrar skýringar. Einföldust skýring væri, að efstu sjávarmörk séu alls ekki fundin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.