Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 69

Náttúrufræðingurinn - 1960, Page 69
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 235 Hámundarlykil, eftir finnanda eða fundarstað. Sennilega er þessi tegund gömul í landinu. Ólíklegra að grænlenzk jurt hai'i borizt hingað með vörum. Ingóljur Daviðsson. Sjaldgœfar jurtir og ný nöfn. í þriðja hefti Náttúrufræðingsins 1956 gat ég um nokkra slæð- inga jurta, sem ég hafði fundið á ýmsum stöðum, sérstaklega í Mos- fellssveitinni. Síðan lief ég fundið nokkrar sjaldgæfar jurtir á svipuðum slóð- um og eru þessar helztar: Lamium hybridum. Flipatvítönn. Sagt er að sú jurt hafi fundizt á einum stað hérlendis, í garði einum í Hafnarfirði. Auk þess fann ég hana sumarið 1957 á eyri úti í Varmá, skammt frá dælustöðinni. Allmargar plöntur. Seint um haustið kom hlaup í ána og reif burtu með sér þann litla gióður, sem á eyrinni var. Barbarea vulgaris. Garðableikja. Hefur árurn saman vax- ið að Reykjalundi. Erysimum cheiranthoides. Aronsvendlingur. Hans er ekki getið í ísl. jurtum, en í Flóru íslands er sagt, að hann sé mjög sjaldgæfur slæðingur, sem liafi fundizt í Glerárþorpi. Síðast liðið sumar fann ég að Reykjalundi urn 20 plöntur, en allar smávaxnar, enda vaxnar upp í slæmum jarðvegi. Lotus corniculatus. Þyriltunga. Sumarið 1958 fannst ein planta að Reykjalundi. Sumarið 1956 fann ég Potentilla norvegia á Reykjalundi og lief- ur hún dafnað þar vel síðan og aukið kyn sitt. Mér vitanlega liefur hún ekki áður fundizt á Suðurlandi. Á íslenzku hefur hún verið nefnd noregsmura. Nafnið er ekki heppilegt. Það er aðeins þýð- ing á latneska nafninu og getur verið villandi að því leyti, að lítil líkindi eru til þess, að plantan sé komin frá Noregi hingað til lands. Jurt þessi vex í graslendi, og vil ég leggja til, að hún verði nefnd á íslenzku v a 11 m u r a . Hún er náskyld gulmurunni, og fara þá nöfn þessara tveggja plantna vel saman. Vel færi á því, að þær jurtir, sem skyldar eru baldursbrá og henni líkar að því leyti, að jaðarblóm körfunnar hafi hvítar geislakrónur, beri brár-nafnið tengt einhverri norrænni gyðju. Bryddað hefur á

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.