Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 8

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 8
sinnar á árunum 1920-30. Við upphaf frægðarferils síns fékk hún einhverju sinni giftingartilboð frá rík- um bankastjóra í New York, sem skrifaði: „Kæra ungfrú, ég get ekki lengur lifað einlífi og verð endilega að fara að gifta mig. En konan mín verður að kunna að hlusta, verður að kunna að þegja þegar við á, verður að vera mér trú ævina á enda . . . .“ Mae West svaraði: „Hlusta! Þegja! Vera trú! Herra minn, hvað hafið þér eiginlega við konu að gera? Þér eigið að fá yður hund.“ Þegar Mae West var á ferðalagi í Italíu, gafst henni færi á að sjá eldgos í Vesu- viusi. ítalski leiðsögumaður- inn talaði af miklum eld- móði um þessa óvenjulegu sjón, en Mae West lét sér fátt um finnast. Þegar hún hafði horft á glóandi eldfjall- ið stundarkorn, sagði hún einungis: — Heima í Bandaríkjun- um höfum við foss, sem gæti slökkt í því á fimm mínút- um. Tarjei Vesaas (1897-1972), norski rithöfundurinn, sem skrifaði á nýnorsku, vann fyrir allmörgum árum fyrstu verðlaun í smásagnasam- keppni, sem ítalskt vikublað hafði efnt til. Hinn fátalaði og heimakæri rithöfundur, sem var kvæntur skáldkon- unni Halldis Moren Vesaas, fór til Ítalíu í sambandi við verðlaunaveitinguna. Þegar heim kom var hann spurður spjörunum úr af blaðamanni sem vildi fá að vita, hvernig honum hefði farnazt. — Hvernig var á Ítalíu? spurði blaðamaðurinn. — Það man ég ekki. — Hvernig þá? — Ég sá ekki neitt. Það varð óþægileg þögn, áður en blaðamaðurinn hélt áfram: — Þér höfðuð þó augun í höfðinu? -Já- — En þá hljótið þér að hafa séð eitthvað? - Nei. — Og þetta segið þér um hina dásamlegu Ítalíu? - Já- — En reynið að skýra þetta fyrir mér. — Ég var ástfanginn. — Afsakið. — Maður sér ekki neitt þegar maður er ástfanginn. — Nei, sagði blaðamaður- inn og skipti litum. — Já, sagði Vesaas. — Var það ítölsk stúlka? - Nei. — Hver var það þá? — Það var konan mín . . ! James Whistler (1834— 1903), bandarískur málari og kennari við listaháskóla, átti til að vera miskunnarlaus í gagnrýni sinni á verkum nemenda listaháskólans. Það var við eitt slíkt tækifæri, að ung stúlka í hópi nemenda rnissti þolinmæðina og mót- mælti: — Herra Whistler, sagði hún æst, er nokkur ástæða til þess, að ég máli hlutina ekki einsog ég sé þá. — Nei, svaraði Whistler, það eru ekki til nein lög sem ÚTGERÐARMENN og fiskverkendur Við viljum vekja athygli yðar á því aS viS flytjum inn fyrir fiskiflotann öll helztu veiðarfæri, alls konar útgerðarvörur aðrar op vélar lil fiskvinnslu um borð og í landi. að viS flytjum inn rekstrarvörur frystihúsa og fiskverkunarstöðva. aS viS flytjum inn salt til losunar beint á höfnum landsins. aS við höfum í þjónustu okkar eina stærstu teiknistofu landsins, en starfsmenn hennar hafa á undanförnum árum hannað byggingar og tækjaútbúnað hraðfrysti- húsa og margs konar fiskvinnslustöðva vítt og breitt um landið. aS viS höfum í þjónustu okkar sérfræðinga í flestum greinum fiskiðnaðarins. KOM;Ð — HRINGIÐ — SKRIFIÐ — OG ViÐ VEITUM FÚSLEGA ALLAR NÁNARI UPP- LÝSINGAR. Samband Sjávarafurðadeild 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.