Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 22

Samvinnan - 01.08.1973, Qupperneq 22
Jón Erlendsson: Afreksíþróttir Flestar eða allar íþróttir, sem nú eru stundaðar, bjóða upp á keppni af einhverju tagi. Keppnin laðar þá, sem hæfi- leikum eru búnir á þessu sviði, að íþróttunum. Þeir njóta þeirrar óvissu sem keppninni fylgir og þeirrar spennu sem harðri og tvísýnni baráttu er samfara. Þá er sá hópur nokk- ur, sem verður íþróttunum af- huga vegna keppninnar. Þeir finna enga ánægju í keppninni sjálfri og kæra sig ekki um að opinbera vanmátt sinn meir en nauðsyn krefur. Einnig eru þeir til, sem halda áfram þátttöku i keppni, enda þótt þeir sigrist aldrei á þeim óþægindum sem keppnin veldur þeim. Spennan þjakar þá stöðugt, og afreks- geta þeirra fellur þeim mun meira sem um þýðingarmeiri keppni er að ræða. Nú byggir íþróttahreyfingin alla sína starfsemi á keppni og nær því í raun og veru ekki til nema eins af þessum þremur hópum, svo nokkuð verulegt gagn sé að. Á þessu þyrfti að ráða bót, en ekki verður farið nánar út i þá sálma hér, held- ur rætt um afreksmennina, þ. e. a. s. þá sem njóta þess að keþpa. En hverjir eru þá afreks- menn? Drengurinn sem í fyrsta sinn keppir fyrir félagið sitt? Unglingurinn sem sigrar á héraðsmóti? íþróttamaðurinn sem tekur þátt í meistaramóti landsins? Eða telst sá einn, sem kemur fram fyrir landsins hönd á al- þjóðavettvangi, afreksmaður? Að mínu viti er enginn eðlis- munur á þessum aðilum, held- ur er þarna um eðlilega og æskilega þróun að ræða. Allir virðast þessir einstaklingar búa yfir þeim eiginleikum, andleg- um og líkamlegum, sem til þarf. En til þess að þessir eiginleik- ar nái að þroskast verður á- kveðin aðstaða að vera fyrir hendi. Það er löngu viðurkennt að meðfæddir eiginleikar tak- marki endanlega afreksgetu, en aðeins markviss, kerfis- bundin þjálfun leiði einstakl- inginn að þessum mörkum. Það er því nauðsynlegt fyrir okkur, ef við teljum það ómaksins vert að eignast afreksmenn á alþjóðamælikvarða, að skapa þeim einstaklingum, sem hæfi- leikum eru búnir, sambærilega aðstöðu við það sem keppinaut- ar þeirra, erlendir, hafa. Þrír þættir Þegar rætt er um aðstöðu, er fyrst og fremst um þrjá þætti að ræða: 1. Aðstaða til þjálfunar. í upphafi þarf aðstaðan ekki að vera svo ýkja fullkomin, en þó verður að gæta þess að sér- leg einkenni iþróttarinnar fái notið sín við æfingar strax frá upphafi. Smám saman verður aðstaðan að batna og ná að lokum þeirri aðstöðu, sem íþróttamaðurinn mætir á al- þjóðavettvangi. Dragist of lengi að veita honum þessa aðstöðu, má búast við stöðnun á ferli hans og jafnvel fráhvarfi frá áframhaldandi þjálfun. 2. Leiðbeining og kennsla — þjálfun. Allt frá upphafi ferils síns þarf iþróttamaðurinn að njóta góðrar kennslu. Sérstök ástæða er til að vanda val þjálfara, sem annast ungviðisþjálfun. Hrein afreksþjálfun hefst nú orðið miklu fyrr en áður var. Vitað er að markviss þjálfun á uppvaxtarárum hefur meiri og varanlegri áhrif á alla líkams- gerð einstaklingsins en síðar á æviskeiðinu. Af þessu leiðir að mistök, hvað uppbyggingu þjálfunarinnar varðar, á þessu skeiði geta orðið afdrifarík. Þarna er lagður grundvöllur mikilla afreka, ef vel tekst til, og því er ekki fráleitt að ætla að einmitt þarna geti alvar- legustu mistökin orðið. Síðar á ferli iþróttamannsins, allt eftir þvi sem sérhæfing verður meiri og kröfur til afreka auk- ast, næst árangur aðeins fyrir tilstuðlan góðs og velmenntaðs þj álfara. 3. Aðstaða til keppni. Ekki er að vænta umtals- verðs árangurs af þjálfun einni saman. íþróttamaðurinn verð- ur að herðast í eldi keppninnar; hann verður að gjörþekkja all- ar kringumstæður og hafa sætt sig við þær. Fyrr nær hann ekki að einbeita sér að íþróttinni sjálfri. Ef talið er æskilegt að senda íþróttamenn til keppni á erlendum stórmótum og ætl- azt er til einhvers árangurs af þeim, verður að gefa þeim kost á að búa sig undir stórátökin með þátttöku í öllum þeim mótum öðrum, sem bjóða upp á sem líkastar aðstæður. Að senda fólk til keppni með það eitt í huga, að það komi fram fyrir landsins hönd, á að minu viti engan rétt á sér; til þess er kostnaðurinn of mikill og afraksturinn of lítill. Hégilja Ferill íþróttamannsins til af- reka á alþjóðavettvangi er langur og strangur og kostar bæði fé og fyrirhöfn. Við hljót- um því að velta því fyrir okkur, hvort það sé þess virði að glima við þessa hluti, hvort forsvar- anlegt sé að leggja það af mörkum sem til þarf. Að mínu áliti er það ekki aðeins forsvar- anlegt, heldur nauðsynlegt. En þá verður að vinna að þessum málum af meiri stórhug en verið hefur og af fullri einurð. Fyrst af öllu verðum við að losa okkur við þá hégilju, að það eitt „að vera með“, eins og það hefur hljómað svo fag- urlega um áratugi, sé aðalatr- iðið. Því fé, sem til þess eins fer, væri betur varið til ann- arra hluta. Það eitt „að vera með“ verður aðeins varið á þeim forsendum, að um sé að Grísk lágmynd Jrá þvi um 510 ]. Kr., sem sýnir hokkey-leikara. 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.