Samvinnan - 01.08.1973, Síða 30

Samvinnan - 01.08.1973, Síða 30
kunningjana og rabbað saman yfir kaffibolla? Eða á eftir? Væri ekki munur fyrir kepp- endurna sjálfa að geta búið sig vel undir keppni, við góðar að- stæður? Væri ekki gott ef þeir gætu hitzt eftir keppni til þess að skiptast á skoðunum, ein- hvers staðar í öðru umhverfi en nú er, það er í búningsher- bergjunum? Er það ekki ömur- legt, að ekki skuli vera hægt að halda fundi innan íþrótta- hreyfingarinnar nema ein- hvers staðar úti í bæ? Eða sm og horft á þau í leik og starfi og tekið þátt í því með þeim. Þar er aðstaða til hvers konar dægrastyttingar; þar er hægt að spila, tefla, borða, spjalla við kunningjana, iðka íþróttir, dansa, syngja og leika sér, eða bara „slappa af“. f Laugardalnum hefði átt að reisa slíkt iþróttahús eða í- þróttamiðstöð. Og það er hægt enn. íþróttamiðstöð fyrir unga sem gamla, hvort sem þeir vilja æfa sig, keppa, halda fundi, eða bara sýna sig og sjá íþróttahöllin í Laugardal í byggingu. Núorðiö viðurkenna allir galla og ókosti þessa mannvirkis, jafnvel nánustu aðstandendur þess! námskeið? Það er að vísu hægt að halda stjórnarfundi í íþróttamiðstöðinni, en það er hvergi rúm fyrir fjölmennari hópa en venjulega eru í stjóm- um og nefndum hreyfingarinn- ar. Og hvergi er hægt að fá kaffisopa. Og hefði ekki verið skynsamlegra að hafa skrif- stofur íþróttahreyfingarinnar i sömu byggingu og eitthvað annað, í stað þess að reisa sér- stakt hús fyrir þær? Hefði ekki mátt gera ráð fyrir þeim í Laugardalshöllinni, á Laug- ardalsvellinum eða Laugardals- lauginni? Og nú er verið að reisa viðbótarbyggingu, sem kostar margar milljónir króna, og á sama tíma er mestur hluti neðstu hæðar íþrótta- miðstöðvarinnar leigður út að- ilum, sem ekkert eiga skylt við íþróttahreyfinguna sjálfa. Nú eru þar endurskoðendaskrif- stofa og verkfræðistofa. Ha? Hvert er markmiðið? GÓ3 fjárfesting í mörgum smábæjum í Dan- mörku og sjálfsagt viðar eru vegleg íþróttahús. Þar fer fram margs konar keppni og æfing- ar. Þar er líka aðstaða til að halda fundi; þangað geta ibú- arnir komið til þess að hittast og spjalla saman; þar hafa hin ýmsu félög og klúbbar aðsetur; foreldrar geta komið með börn aðra. Og að sjálfsögðu ætti að reisa slíkt mannvirki í sam- ráði við fræðsluyfirvöld. Það ætti líka að vera hægur vandi — iþróttir og fræðsla, þetta heyrir hvort tveggja undir menntamálaráðuneytið. Þá væri hægt að nýta staðinn enn betur, og hann kæmi áreiðan- ,lega báðum aðilum i góðar þarfir. Raunar mætti skrifa langt mál um samstarf iþróttahreyf- ingarinnar og fræðsluyfirvalda, og það er full þörf á því, en ekki verður það gert á þessum vettvangi í þetta sinn. í þeirri íþróttamiðstöð, sem mér finnst að ætti að reisa í Laugardalnum, ætti að vera eins konar kjarni. Þar væri miðja hringsins. Þá væri unnt að halda stórmót, skákeinvígi, fimleikahátíðir, ráðstefnur, sýningar og hvaðeina, allt á sama stað. í iþróttamiðstöð- inni væri stjórnunaraðstaða, gistiherbergi og veitingastofa, kennslustofur og böð með nið- urföllum. Síðan færi að sjálf- sögðu fram keppni á völlunum í kring, í Höllinni og í Laug- inni. Þörfin er vissulega fyrir hendi, og því fé, sem varið yrði til þessa, væri vel varið. Að fjárfesta í mannfólkinu sjálfu er góð fjárfesting. — Jón Ásgeirsson Sveinbjörn Guðmundsson: UMFÍ og þjóðmálin íslenzka þjóðfélagið er orðið borgarsamfélag. Breytingin úr bændasamfélagi yfir i hina nýju þjóðfélagsgerð hefur tekið skemmri tíma en dæmi eru til annars staðar í veröldinni, þar sem svipuð þróun hefur átt sér stað. Um aldamótin var hér enn bændasamfélag þótt bæir hefðu risið við verstöðvar með- fram ströndum landsins og Reykjavík væri orðin kaupstað- ur. Flestir þeirra, sem bjuggu í útgerðarbæjunum, voru enn í nánum tengslum við sveita- lifið, enda bæirnir smáir og ibúarnir fáir. Margir stunduðu líka smávaxinn búskap með- fram sjóróðrum. — Ungmennafélagshreyfingin er sprottin upp úr bændasamfé- lagi, og á fyrstu árum starf- seminnar eru miklir umróts- tímar í þjóðfélaginu. fsland er enn nýlenda Dana, og þióð- frelsishugsjónin er ríkasti þátt- urinn í starfi hreyfingarinnar fyrsta áratuginn. Norræn fyrirmynd Norski ungmennafélagsskap- urinn er á margan hátt fyrir- mynd hins íslenzka. Þjóðfrels- ishugsjónin var ríkur þáttur í starfi norsku ungmennafélag- anna, og íslenzku félögin settu sj álfstæðisbaráttuna á oddinn strax í upphafi. Þótt íslenzki félagsskapurinn eigi fyrirmynd sína að sækja til annarra Norðurlanda, var hann þó rammíslenzkur og byggði á gömlum hefðum og venjum. Félögin voru fyrst og fremst gleðskapar- og menningarsam- tök ungs fólks, sem hafði á- huga á að endurreisa sjálfstæði landsins og fornar menntir. Þetta voru raunverulega þrátt fyrir formið einu starfandi pólitísk samtök ungs fólks á þessum tíma. Ungmennafélög- unum þótti flestir hinna eldri stjórnmálamanna ekki nógu harðskeyttir í sjálfstæðismál- unum og héldu fram mjög rót- tækri stefnu í sambandsmálun- um. Ungmennafélögin studdu hinn hvítbláa fána, sem gera skyldi að þjóðfána landsins. Fáni þessi er ennþá merki sam- takanna. Öll málefni, sem telja mætti framfaramál lands og þjóðar, voru rædd og reifuð á þingum og fundum samtakanna. Háðar voru harðskeyttar þrætur, ef bar á milli um leiðir eða sjón- armið fóru á annan hátt ekki saman. Málgagn hreyfingar- innar, „Skinfaxi“, var eitt af merkustu blöðum er út komu lengi framan af og ritstýrt af miklum skörungum. Ýmis þjóðfélagsmál voru tekin til meðferðar á siðum blaðsins, og sögðu menn óhikað skoðanir sínar berar, ef svo bar undir. Hnignun Eitt af aðalsmerkjum þjóð- félagsbaráttu hreyfingarinnar á þessum árum var stuðning- ur við þá, sem minna máttu sín i þjóðfélaginu. Voru stofn- endur Alþýðusambands íslands t. d. flestir góðir ungmennafé- lagar. Þjóðfélagsbylting var æðsta hugsjón hins unga og framsækna fólks, sem stóð að samtökunum. Þótt ungmennafélögin létu mörg pólitísk mál til sín taka, reyndu þau að forðast mold- viðri og stjórnmálaþrætur póli- tísku flokkanna. Þó fór ekki hjá því, að stjórnmál voru stór þáttur i umræðu og hugum margra merkra ungmennafé- laga. Tveir stjórnmálaflokkar voru stofnaðir á fyrri stríðs- árunum og voru flestir for- ráðamanna þeirra ungmenna- félagar, en þetta dregur mjög máttinn úr hreyfingunni, og má ef til vill kenna þar tengsl við hina nýju flokka. Eitt er víst, að mikill doði færist yfir hreyfinguna á fyrri striðsárunum. Áhrif stríðsins og sú staðreynd, að á þessum árum misstu ungmennafélögin flesta sína beztu menn úr starfi af áðurgreindum ástæð- um, réðu þar úrslitum. Engir voru eftir sem gátu haldið fyrri reisn félaganna. Lausung eftirstríðsáranna er kennt um, að félagsskapurinn náði i raun og veru ekki fullum þrótti aft- ur fyrr en í lok kreppunnar miklu eða um miðjan áratug- inn 1930—40. Helztu verkefni Byggingamál og ræktunar- mál voru helztu verkefni sam- takanna á þessu tímabili. Hér- aðsskólarnir, gömul hugsjón ungmennafélaganna, risu flest- ir á þessu tímabili, enda gaml- ir ungmennafélagar, sem kom- 30

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.