Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 12

Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 12
2 MORGUNN starfsemi hans af hálfu þeirra, en hann virðist stöðugt hafa unnið á og nú skipta þeir hundruðum, læknarnir þar í landi, sem hafa tékið að nota dáleiðslu við lækningar sínar og leitað fræðslu hjá honum. Og nú er svo komið, að brezka læknaráðið hefur viðurkennt fræðilega vísinda- og hagnýtt gildi dáleiðslulækninganna. Bók sína skrifar höfundur fyrst og fremst til þess að fræða almenning um, hvað sé að gerast og geti gerzt á þessu sviði, ef réttilega sé að farið, og einnig til þess, að eyða því rökkri misskilnings og hleypidóma, „er svo lengi hafi ríkt um dáleiðsluna í hugum fjöldans og geri dáleiðslu- aðferðina tortryggilega enn“. En þótt höfundur telji sterkar líkur til þess, að dáleiðsluvísindin kunni að valda byltingu innan læknsfræðinnar, varar hann menn mjög eindregið við því að gera sér í hugarlund, að með þessum aðferðum sé unnt að ráða bót á öllum mannlegum meinum, því fari fjarri, en árangur sá, er þegar hafi náðst, veki miklar vonir um hagnýtt gildi þessara merkilegu visinda. „Og öllum hafa þau boðskap vonarinnar að flytja og fræðslu um, hvað hver og einn geti gert til þess að auðga líf sitt að andleg- um þrótti og þreki.“ Dáleiðsla er í sjálfu sér engin nýjung. Menn virðast hafa þekkt dáleiðsluhæfileikann og kunnað að hagnýta sér hann fyrir þúsundum ára, áður en menningarstarfsemi hófst við Eyjahaf og jafnvel áður en undirstaðan var lögð að fyrsta pýramídanum í Egyptalandi. En þekkingu á þessu áttu aðeins prestar hinna fornu menningarþjóða, og þeir gættu þess mjög vandlega, að hún bærist ekki út fyrir veggi mustera þeirra. Það er fyrst á síðari hluta 18. aldar, að hugir mennta- og vísindamanna meðal vestrænna þjóða taka að hneigj- ast að þessum málum, og að svo miklu leyti, sem mér er kunnugt um, áttu rannsóknir og kenningar austurríska læknisins A. F. Mesmer mestan þátt í því. En mikið djúp er staðfest milli kenninga hans og nútímavísindamanna, en hér er ekki tími til að fara út í þau efni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.