Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 21

Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 21
MORGUNN 11 sóknum og máske tekst einhverjum að uppgötva leyndar- dóma þeirra í framtíðinni. En tilgáta sjálfs mín er sú, að þær kunni að leiða til tilgátuskýringar, er ég vík síðar að. Ég get ekki fallist á, að hér sé um hendingu eða tilviljun að ræða. Hvers konar samband á sér stað milli trúarvit- undar mannsins og imdirvitundar hans, milli Guðs og vitanda undirvitundar hans? Máske eru meiri sannindi fólgin í þeirri tilgátuskýringu minni, að það er vér nefnum „vitanda undirvitundarinnar“ sé í raun og veru sál manns- ins. Það skal tekið fram, og aldrei verður of mikil áherzla á það lögð, að engin nauðsyn er fyrir þá, er leita sér hjálp- ar á þessum leiöum, að láta dásvæfa sig. Lækningin getur tekizt alveg, jafnvel á svefnsins. Lækningaáhrif dáleiðsl- unnar eru fyrst og fremst fólgin í því, að ná vitundarsam- bandi við það í djúpum mannlegs persónuleika, sem stjórn- ar líffærastarfsemi líkama vorra, veita því tækifæri til að skipa að nýju þann sess, er þvi ber í lífi voru. Hvert augnablik ævi vorrar berast orðsendingar og skilaboð eftir farvegum skilningarvitanna til vitanda undirvitund- arinnar. En þeim verður að þrýsta markvisst og ákveðið yfir til hans. Maðurinn verður að trúa og treysta af öllu hjarta. Varajátning og varabænir koma að engu gagni. Hann er ekki unnt að blekkja. Ef þú ert haldinn efa- eða óvissukennd, hve lítilfjörlegt sem þetta kann að vera, þá dregur þú úr, torveldar og eyðileggur að einhverju eða öllu leyti árangur þann, er þú þráir. Efinn er skilgetið afkvæmi vantrúar eða vanþekkingar, alveg eins fyrir því, þótt efahyggjan þurfi engan veginn að teljast ámælisverð. En þetta hvort tveggja þróast og á upptök sín á dagvitundarsviði vitundarlífsins. Og af þessum ástæðum einum þykir mér hentugra að dásvæfa sjúklingana og láta dagvitund þeirra vera óvirka meðan á aðgerðinni stendur, því að þá verð ég siður fyrir trufl- unum af hálfu þeirra meðan ég beini hugsunum mínum eða rabbi til vitanda undirvitundarinnar. Sannleikurinn er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.