Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Page 21

Morgunn - 01.06.1946, Page 21
MORGUNN 11 sóknum og máske tekst einhverjum að uppgötva leyndar- dóma þeirra í framtíðinni. En tilgáta sjálfs mín er sú, að þær kunni að leiða til tilgátuskýringar, er ég vík síðar að. Ég get ekki fallist á, að hér sé um hendingu eða tilviljun að ræða. Hvers konar samband á sér stað milli trúarvit- undar mannsins og imdirvitundar hans, milli Guðs og vitanda undirvitundar hans? Máske eru meiri sannindi fólgin í þeirri tilgátuskýringu minni, að það er vér nefnum „vitanda undirvitundarinnar“ sé í raun og veru sál manns- ins. Það skal tekið fram, og aldrei verður of mikil áherzla á það lögð, að engin nauðsyn er fyrir þá, er leita sér hjálp- ar á þessum leiöum, að láta dásvæfa sig. Lækningin getur tekizt alveg, jafnvel á svefnsins. Lækningaáhrif dáleiðsl- unnar eru fyrst og fremst fólgin í því, að ná vitundarsam- bandi við það í djúpum mannlegs persónuleika, sem stjórn- ar líffærastarfsemi líkama vorra, veita því tækifæri til að skipa að nýju þann sess, er þvi ber í lífi voru. Hvert augnablik ævi vorrar berast orðsendingar og skilaboð eftir farvegum skilningarvitanna til vitanda undirvitund- arinnar. En þeim verður að þrýsta markvisst og ákveðið yfir til hans. Maðurinn verður að trúa og treysta af öllu hjarta. Varajátning og varabænir koma að engu gagni. Hann er ekki unnt að blekkja. Ef þú ert haldinn efa- eða óvissukennd, hve lítilfjörlegt sem þetta kann að vera, þá dregur þú úr, torveldar og eyðileggur að einhverju eða öllu leyti árangur þann, er þú þráir. Efinn er skilgetið afkvæmi vantrúar eða vanþekkingar, alveg eins fyrir því, þótt efahyggjan þurfi engan veginn að teljast ámælisverð. En þetta hvort tveggja þróast og á upptök sín á dagvitundarsviði vitundarlífsins. Og af þessum ástæðum einum þykir mér hentugra að dásvæfa sjúklingana og láta dagvitund þeirra vera óvirka meðan á aðgerðinni stendur, því að þá verð ég siður fyrir trufl- unum af hálfu þeirra meðan ég beini hugsunum mínum eða rabbi til vitanda undirvitundarinnar. Sannleikurinn er

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.