Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 62

Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 62
52 MORGUNN Nú leið h. u. b. mánuður, og stöðugt sá ég þetta undar- lega ljós; þó varð sú breyting á, að nú sá ég alltaf annað ljós koma á eftir. Frænka Stuarts, sem ég hefi áður getið, símaði til mín, bað mig að heimsækja sig, og gerði ég það. Þegar ég kom inn í herbergið til hennar, heilsaði hún mér alvarlega og sagði því næst: „Hvaða sálm heyrðuð þér Colin syngja nóttina ,sem þér sáuð hann í svefnherberginu hjá yður?“ Ég svaraði óðara: „Jesús, sem elskar sál mína“. Hún rétti mér þá bréf, sem henni hafði borizt þennan sama morgun, frá hernaðaryfirvöldunum, þar sem nánara var sagt frá öllum atvikum að dauða Stuarts. Hann hafði særzt af sprengju og orðið þegar meðvitundarlaus 6. des. og andast kl. 2 nóttina 9. des., án þess að hafa fengið með- vitundina aftur allan tímann. Hann hafði verið jarðsung- inn kl. 4,45 f. h., sveipaður brezka ríkisfánanum, og yfir honum hafði verið sunginn sálmurinn „Jesús, sem elskar sál mína“. Ég hafði aldrei rætt við hann um trúmál eða sálma, og mig hafði aldrei dreymt hann fyrr. Nokkuru síðar varð ég vör vinar míns við rúmið mitt; ég veit ekki hvort ég á að segja í draumi eða í sýn. Hann hélt annarri héndi um úlnlið minn og var að hvetja mig til þess að koma með sér. Föt hans voru úr sama efni og einkennisbúningurinn hans, sem ég hafði áður séð hann í, í draumi mínum, en nú voru föt hans hrein og vel hirt. Ég gaf frá mér hljóð, vaknaði við það, og um leið heyrði ég einhvern ganga eftir gólfinu í áttina til dyranna, og greinilega heyrði ég dyrnar opnast. Af fótatakinu heyrði ég greinilega, að það kom frá hermannastígvélum með sporum, sem smullu í gólfið. Ég fylgdi fótatakinu eftir níður stigann, heyrði útidyrahurðina opnast og lokast, og um leið sló klukkan fimm. Eldsnemma morguns kom vinkona mín inn í herbergið til mín, hún var mjög óróleg og spurði mig, hvort ég hefði séð ljósið. Ég neitaði því, en hún kvaðst hafa vaknað við nokkuð. Hún hefði séð mikið ljós á hurðinni milli her-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.