Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 58

Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 58
48 MORGUNN Avatars til jarðarinnar. Hver veit? Það kann að vera svo. En ég geri ráð fyrir, að flestir spíritistar líti á það mál eins og ég, að nákvæm þekking á eðli þessara háu anda sé oss ekki nauðsynleg sem sáluhjálparatriði. Þeir eru meira en vér, og vér getum ekki skilið þá til fulls. En al- veg sama máli gegnir um þá jarðneska menn, sem oss eru æðri. Vér getum hvergi dregið markalínuna og sagt allt, sem er fyrir ofan þessa línu, er yfirmannlegt. Það, sem máli skiptir fyrir oss, er að vér getum gripið andann í kenningu þessara háu anda, gripið mikilleik þeirra, og lagað síðan vilja vorn eftir vilja þeirra. Opinberunin heldur áfram: Guð lifir. Hve mikið hver og einn af þjónum hans hefur lagt til málanna, og hver hann í eðli sínu er, er ekkert aðalatriði. Aðalatriðið er, að opinberunin er gefin. Stund- um er ein aldan í flóðinu, sem rís, stærri en önnur, en hversu miklu stærri hún er en hinar öldurnar, skiptir ekki mestu máli. Það, sem máli skiptir, er, að flóðið rís, hið andlega og vitsmunalega flóð frá Guði, sem heldur áfram að berast að ströndum vorum. Að þessu athuguðu held ég, að vér getum sagt, að spiritisminn sé trúarbrögð, og það góð trúarbrögð. önnur trúarbragðakerfi ættu að læra af honum og láta ekki hin óæðri fyrirbrigði, sem nauðsynlegt er að fylgi honum, fæla sig frá. Fyrirbrigði spíritismans munu, þegar fram líða stundir, verða flokkuð niður og þeim skipt milli margra visindagreina til rannsókna, því að málið er ekki eins ein- falt og venjulega er talið. Það er hvorki að öllu leyti blekking, né að öllu leyti undirvitundarstarf, né heldur að öllu leyti verkanir frá framliðnum mönnum. Menn álitu fyrrum, að loftið væri ódeilanlegt frumefni, nú vitum vér, að það er samsett úr mörgum lofttegundum, og nú er það að koma upp úr kafinu, að atómum þess má skipta. Þannig geta orsakir hinna spíritistísku fyrirbrigða verið marg- víslegar, og margar þeirra óþekktar með öllu enn. Það er bamalegt, að gera sér of háar hugmyndir um þekking sína á tilverunni. Vera má, að eftir eigi að koma fram gersam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.