Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 14

Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 14
4 MORGUNN ingu yðar,“ mælti ég. Þetta er táknrænt dæmi. Það sýnir, hve fátt menn vita um eitt og annað, er þeir þó daglega nota. Og þetta sýnir, hve læknisfræðin er ennþá ófull- komin, þrátt fyrir allar þær rannsóknir og uppgötvanir, sem gerðar hafa verið í þeirri vísindagrein. En læknis- fræðin er ekki vanmetin né léttvæg fundin, þó að hún sé ekki alfullkomin og þekking þeirra, er framkvæmdir hafa með höndum, takmörkunum háð, menn hagnýta sér hana og einatt með góðum árangri, þrátt fyrir þetta, og alveg eins er unnt að hagnýta sér dáleiðsluna, þó að vér þekkjum ekki, hvernig undirvitundin hagar starfsemi sinni. Þetta er unnt á meðan vér þekkjum aðferðir til að vekja hana til starfs og gerum oss ljósa grein fyrir takmarkaðri 'þekkingu vorri til þess.“ En mesta undrunarefni þeirra, er rannsakað hafa dá- leiðsluvísindin með mestri nákvæmni er, hve einföld þau eru. Grundvallarlögmál þeirra er fyrst og fremst trú, sönn trú og sjálfsöryggi. 1 Ameríku er það almennt álitið að unnt sé að kenna þau hverjum meðalgreindum manni. „Fræðilega getur hver og einn verið sinn eigin kennari“, segir Erskine, og hann bætir við: „Hver og einn, sem leit- ast við að hafa áhrif á skoðanir annarra, er að hagnýta sér grundvallarlögmál dáleiðsluvísindanna“. Allir menn eru dáleiðsluhæfileikum gæddir að dómi höf- undar, en í misjafnlega ríkum mæli. Hjá sumum eru þeir ekki meiri en svo, að naumast mun unnt að vekja þá né rækta, en hjá öðrum eru þeir mjög þróttmiklir og þrosk- aðir, alveg eins og menn eru misjafnlega góðum hæfileik- um gæddir til tónlistamáms. Næstum því hver og einn þekkir þjóðsöng þjóðar sinnar, er hann heyrir hann sung- inn eða lekinn, jafnvel þó að hann sé ekki fær um að greina milli tónlags Bachs og lélegs jazzgargs. Staðhæf- ingar einar um að þessu eða hinu sé þannig farið sannfæra að visu engan. Þess vegna er nauðsynlegt að leiða stað- reyndirnar sem vitni og segja frá einstökum atriðum, en áður en það verður gert er óhjákvæmilegt að fara nokkur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.