Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 50

Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 50
40 MORGUNN í vísindalega forvitni, er höfuðmarkmið siðmenningarinn- ar. Að því miðar tvímælalaust sérhver moli af sönnunar- gögnum vorum. 1 gegn um þá smugu, sem er búið að opna mér inn í andaheiminn, sé ég ekkert verra en lifandi menn. Ég sé sjálfselskuna, vonzkuna og hrokann minnka þar, en ekki vaxa“. Þótt ég sé rómversk-kaþólsku kirkjunni samdóma um það, að sálarrannsóknimar séu ekki fyrir alla menn — og rannsóknir í lífeðlisfræði eru heldur ekki allir færir um að reka — sé ég enga fullnægjandi ástæðu fyrir þvi, að selja mannkyninu í stórsölu þessa djöflatil- gátu eða leggja höfuðbann á þessar rannsóknir. Bæði útverðir trúarbragðanna og efnishyggjunnar neyð- ast til að grípa til tilgátunnar um fjarhrif, til þess að skýra miðlafyrirbrigðin, og efnishyggjumennirnir gera það þó með tregðu, því að þótt þeir leitist þannig við, að komast hjá að viðurkenna, að framliðnir menn valdi fyr- irbrigðunum, þá opna þeir með þessu aðrar dyr, sem þeim er óljúft að opna, nefnilega dyrnar að líkunum fyrir því, að andaheimur sé yfirleitt til. Engin líkamleg skýring á fjarhrifunum hefur fundizt eða sannazt, engar „heilaöld- ur“ hafa sannazt að vera til og engar móttökustöðvar fyr- ir sendingar frá slíkum öldum hafa fundizt fyrir innan höfuðskel mannsins. Margt er nú að gera það líklegt, að fjarhrifin séu sálræn en ekki líkamleg staðreynd, að þau gerist í andlegum heimi milli huga og hugar en ekki milli heila og heila. En það er ljóst, að ef fjarhrifin gera tilveru andlegs heims sennilega, leika vinir vorir, efnishyggju- mennirnir, sjálfa sig ónotalega grátt með því að vera að hampa þeim . Vopnin snúast þannig í höndum þeirra. Því er það um efnishyggjumanninn Josep McCabe, að hann hefur komið auga á þetta og hefur nú tekið aftur fyrri fullyrðingar sínar um fjarhrifin sem sannaða staðreynd, og neyðist. síðan til þess að þegja. Því að ef fjarhrifin eru ekki staðreynd, er ómögulegt að komast fram hjá hinni ægilegu hjátrúarvillu um andana. Þessum efnishyggju- mönnum er að verða mikil vorkunn. En læknisdóminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.