Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 64

Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 64
54 MORGUNN mér 14. sept. 1916. Áður en ég fór að hátta, hafði ég verið að hugsa um Stuart herforingja og verið að spyrja sjálfa mig, hvort ég myndi nú ekki geta séð hann. Það, sem ég vissi næst af mér, var, að ég var stödd í þröngum, drif- hvítum göngum. Þar var hátt til lofts og veggirnir eins og úr hvítum postulíns-þynnum. Á öðrum enda gangsins var hurð, sem féll lauslega að stöfum; ég vissi, að ein- hverjir væru í herberginu, sem lá hinu megin við hurðina, ég vissi það af því, að ég heyrði þaðan hreyfingu, manna- mál og hlátur öðru hvoru. Skyndilega tók ég eftir gamalli konu andspænis mér, hinumegin í ganginum. Ég hafði aldrei séð þessa konu áður. Hún var lágvaxin, klædd gamaldags búningi, sem ég hafði aldrei séð, en mér hefur verið sagt af. Hún var í svonefndri Garibalda-skyrtu, sem haldið var saman um mittið með leðurbelti, skyrtan og pilsið voru úr yrjóttu efni. Hún hafði hvítan kraga, sem lagðist niður á skyrt- una, var svarthærð, hárinu var skipt í miðju og bundið upp í hnút, andlitsliturinn var gulbrúnn, nefið fallegt, leiftr- andi svört voru augun. Hún sagði: „Colin Stuart herforingi er að fara hér um og hann langar til að hitta yður“, og það var eins og þúsund raddir bergmáluðu. orð hennar. Ég varð óttaslegin og þorði ekki að svara. „Eruð þér reiðubúnar að sjá Colin Stuart herforingja, þegar hann fer hér um?“ spurði hún aftur, og aftur var eins og þúsund raddir bergmáluðu spurning hennar. Ég gat ekki svarað, og hún horfði alvarlega á mig um leið og hún sagði: „Þér megið ekki tefja hann, þegar hann fer hér um“, og enn bergmáluðu þúsund raddir orð hennar. Kon- an hvarf og ég beið þess óttaslegin, hvort ég myndi sjá hann sem einhverja ægilega vofu. Ég hafði þó ekki mikinn tíma til að vera óttaslegin, því að út úr herberginu, sem ég hafði heyrt mannamálið frá og hláturinn, kom Colin. Ég heyrði fótatak hans og í sama vetfangi stóð hann við hlið mína og hló af mikilli kátínu. Þetta mál er mér alvarlegt og heilagt, en þó hlýt 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.