Morgunn


Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 68

Morgunn - 01.06.1946, Blaðsíða 68
58 MORGUNN vellíðunar-brosi“, en þegar hún sér hann síðast, er hann glæsilegur ásýndum, uppmáluð hreystin og hamingjan, reiðubúinn til starfa og þroska, en það er táknað með ferða- töskunni og teppinu, sem hann heldur á, og hún vaknar með „óminn af þessum hamingjusama hlátri“ hans í eyr- um sér. Þetta er allt í fyllsta samræmi við þá þekking á þessum efnum, sem vér höfum fengið annarsstaðar frá, og það er mikils virði, að fá þessa staðfesting frá konu, sem ekki er miðill í venjulegum skilningi þess orðs og hef- ur enga þekking á því, sem viðurkennt er af spíritistunum sem staðreyndir. Mig langar til að bæta því við, að frú Guthrie hefur sagt mér, að hún sé hreinræktaður Kelti að ætt, og sama sé að segja um Stuart. Þetta kann að vera athyglisvert atriði, því að vissulega sýnist svo, sem and- leg bygging Keltanna sé opnari fyrir sálrænni reynslu en hin þunga andlega bygging Engil-Saxanna, en Engil-Saxi er ég sjálfur. * Það virðist svo, sem frú Guthrie hafi einnig hæfileika til þess, að hin svonefndu líkamlegu fyrirbrigði geti gerzt í návist hennar. Ég tilfæri hér ummæli úr bréfi frá henni, sem ég hefi síðar fengið en það, sem áður getur. Eftir að hún hefur talað um skrifborð, sem í voru nokkur af bréf- um Stuarts herforingja, segir hún: „.. . Það virðist ómögulegt að hemja síðasta bréfið, sem hann skrifaði mér, og það bréf skrifaði hann daginn, sem % hann særðist, kyrrt í hólfi sínu í skrifborðinu með hinum bréfunum. Einu sinni í sumar, þegar ég fór í skrifborðið, brá mér í brún. Það var ekki nóg með það, að bréfið væri horfið úr hólfinu, sem ég hafði látið það í, en umslagið var komið út í hitt hornið í skrifborðinu, bréfið sjálft, sem var tvær arkir, var kyrfilega lagt undir það, og tvær litlar vasa- bækur, sem aldrei höfðu verið hreyfðar úr hólfum sínum, voru kyrfilega lagðar önnur ofan á hina, á hitt hornið í þerripappírs-„möppunni“ minni. Skrifborðinu er alltaf lok- að, lykil hefur enginn nema ég sjálf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.