Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 37

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Page 37
VERKASKIPTI RÍKIS OG SVEITARFÉ L A G A frá grunni. Slíkt mun óhjákvæmilega leiða til misréttis: mismununar á aðstöðu skólanna, ólíkra gæða náms og mismunandi árangurs af skólagöngu nemenda. Þess vegna tel ég að eina færa leiðin sé að landshlutasamtök sveitarfélaga sameinist um rekstur öflugra fræðsluskrif- stofa í hverju fræðsluumdæmi. Að standa myndarlega að uppbyggingu þeirra er eitt af stærstu tækifærunum sem sveitarfélögin hafa nú til að sýna í verki metnað sinn fyr- ir hönd grunnskólanna og skuldbindingu sína til að bæta hag nemenda þeirra, foreldra og kennara. RÁÐSTE F N U R Málþing um þjónustu við börn með mál- og talörðugleika Félag talkennara og talmeina- fræðinga efnir til málþings um þjón- ustu við böm á forskóla- og gmnn- skólastigi sem eiga við mál- og talörðugleika að etja. Málþingið verður haldið í Breiðholtsskóla við Amarbakka 1-3 í Reykjavík föstu- daginn 8. september nk. milli kl. 13 og'n. Vegna yfirtöku sveitarfélaganna á rekstri gmnnskólanna hefur mennta- málaráðuneytið frá 1. júlí hætt greiðslum til talmeinafræðinga sem starfa með böm á leikskólum sam- kvæmt því sem gilt hefur frá 1987 og vísar til sveitarfélaganna að því er varðar greiðslu fyrir störf þeirra, að því er segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Málþingið er hugsað sem vett- vangur fyrir sveitarstjórnar- og ráðuneytismenn ásamt skólafólki af öllum skólastigum til að ræða til- högun núverandi talmeinaþjónustu við börn og hvemig henni verður best háttað í framtíðinni. Rætt verð- ur um skipulag slíkrar þjónustu og gæði í nútíð og framtíð. Auk þess að fá umræður um þessi mál er tilgang- ur málþingsins að stuðla að farsælli uppbyggingu þessara mála. Vonast er til að á málþinginu fáist svör við spumingum sem hljóta að brenna á stjómendum sveitarfélaga á þessum tímamótum, segir í til- kynningu félagsins: Eftirfarandi spurningar eru þar nefndar: Hver er þörfin fyrir talkennslu? Hvernig hefur þjónustan verið skipulögð undanfarið? Hvað felur þjónusta við nemend- ur með mál- og talgalla í sér? Hver eru innbyrðis tengsl þjón- ustunnar milli ráðuneyta, stofnana og skólastiga? Hvernig verða þessi tengsl eftir að sveitarfélögin hafa yftrtekið allan rekstrarkostnað gmnnskólanna? Á málþinginu verður kynnt þjón- usta hinna ýmsu stofnana á þessu sviði. Friðrik Rúnar Guðmundsson, yf- irdeildarstjóri Heymar- og talmeina- stöðvar Islands, kynnir hlutverk hennar, Stefán Hreiðarsson, for- stöðumaður Greiningar- og ráðgjaf- arstöðvar rikisins, kynnir hlutverk hennar og Jóhanna Einarsdóttir tal- meinafræðingur kynnir starf Dag- vistar bama og einstakra leikskóla í Reykjavík. Einnig verður kynnt þjónusta sjálfstætt starfandi tal- meinafræðinga. Eyrún Gísladóttir, sérkennslu- fulltrúi á Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur, og Anna Sigríður Pétursdóttir talkennari ræða um talkennslu í skólum Reykjavíkur og Elmar Þórð- arson, sérkennslu- og talmeinafræð- ingur á Fræðsluskrifstofu Vestur- lands, segir frá talkennslu í fræðslu- umdæmi utan höfuðborgarsvæðis- ins. Ingibjörg Símonardóttir talmeina- fræðingur kynnir niðurstöður rann- sókna sem gerðar hafa verið á mál- þroska bama og Kolbrún Gunnars- dóttir, deildarstjóri í menntamála- ráðuneytinu, ræðir um hlut ráðu- neytisins í talkennslu bama. Loks hefur Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, formaður sambandsins, verið fenginn til að svara spuming- unni: „Verður nauðsynleg þjónusta við böm með mál- og talörðugleika betur tryggð með yfirfærslu gmnn- skólans til sveitarfélaga?" Að framsöguerindum loknum verða pallborðsumræður. Þátttökugjald er 800 krónur og er kaffi innifalið. Þátttaka á málþinginu tilkynnist skrifstofu Kennarasambands Islands í síma 562 4080. 1 63

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.