Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Síða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.09.1995, Síða 47
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM komulagi sorpeyðingar og um at- vinnuráðgjöf, sem SSV rekur í kjör- dæminu. Um kjördag til sveitar- stjómarkosninga var eftirfarandi til- laga samþykkt: Aðalfundur SSV 1994 samþykkir að beina því til Alþingis að breyta ákvœðum laga um kosningu sveitar- stjórna þannig að kosning sveitar- stjórna fari fram eigi síðar en síð- asta laugardag í apríl. Á fundinum var dreift ítarlegri greinargerð um grunnskóla á Vest- urlandi en fundargerð hans og allar skýrslur vom síðan gefnar út í bók- arformi í nóvember. í fundarhléi í lok fyrri dags bauð Snæfellsbær í kynnisferð undir leið- sögn Skúla Alexanderssonar, fyrrv. alþingismanns. Ný stjórn SSV í stjórn samtakanna voru kjörin Bjöm Amaldsson, varabæjarfulltrúi og hafnarstjóri í Snæfellsbæ, Einar Óli Pedersen, oddviti Álftanes- hrepps, Guðmundur Páll Jónsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, Guðrún Konný Pálmadóttir, oddviti Dala- byggðar, Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, Pétur Ottesen, bæjarfulltrúi á Akranesi, og Ríkharð Brynjólfsson, oddviti Andakílshrepps. Á fyrsta fundi stjómar var Bjöm Amaldsson kosinn formaður. í fræðsluráð Vesturlands voru kosin Árni Halldórsson, hrepps- nefndarmaður í Eyrarsveit, Drífa Skúladóttir, bæjarfulltrúi í Snæfells- bæ, Guðbjartur Hannesson, bæjar- fulltrúi á Akranesi, Jóhannes Finnur Halldórsson, varabæjarfulltrúi á Akranesi, Jón Þór Jónasson, bæjar- fulltrúi í Borgarbyggð, Trausti Bjarnason, hreppsnefndarmaður í Dalabyggð, og Þórir Jónsson, odd- viti Reykholtsdalshrepps. Fundurinn kaus einnig fulltrúa í atvinnumálanefnd SSV, samgöngu- nefnd SSV, endurskoðendur og full- trúa á ársfund Landsvirkjunar. ATVINNUMÁL „Suðurland 2000u Verkefni Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands Atvinnuþróunarsjóður Suður- lands, sem er í eigu sveitarfélaga á Suðurlandi, lauk fimmtánda starfs- ári sínu um sl. áramót. Tap varð á rekstri sjóðsins og nam það liðlega 3,3 milljónum króna. Helstu ástæð- ur tapsins má rekja til aukinna af- skrifta til að mæta hugsanlega glöt- uðum útlánum. Á þeim tíma er sjóð- urinn hefur starfað hefur fyrir- greiðsla sjóðsins til atvinnuþróunar numið 315 milljónum króna. Eignir sjóðsins um sl. áramót nema 155 millj. kr. Á aðalfundi sjóðsins, sem haldinn var 28. apríl sl., voru kynnt frum- drög að nýrri stefnumótun til næstu ára. Gert er ráð fyrir að allri vinnu varðandi nýja stefnumótun verði að fullu lokið í lok þessa árs. I stefnu- mótuninni er lögð áhersla á aukna skilvirkni í rekstri og aukið frum- kvæði sjóðsins varðandi atvinnuráð- gjöftna. Hluti af framtíðarsýn sjóðs- ins tengist einmitt verkefni sem ver- ið er að hleypa af stokkunum þessa dagana og kallað hefur verið „Suð- urland 2000“. Á framhaldsaðalfundi, sem hald- inn var þann 9. júní sl., var stjórn sjóðsins endurkjörin. Formaður stjórnar sjóðsins er Einar Sigurðs- Óli Rúnar Ást- þórsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Atvinnu- þróunarsjóðs Suðurlands frá 10. mars sl. Hann er fæddur í Vestmannaeyjum 13. janúar 1957 og eru foreldrar hans Ester Zophon- íasdóttir og Ástþór Isleifsson, vöru- bifreiðarstjóri þar. Óli Rúnar lauk stúdentsprófi frá son, fv. oddviti Ölfushrepps. Aðrir í stjórn eru Hafsteinn Jóhannesson, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Sigurð- ur Þór Sigurðsson, framkvæmda- stjóri SG einingahúsa hf. á Selfossi, Fannar Jónasson, framkvæmdastjóri héraðsnefndar Rangárvallasýslu, og Loftur Þorsteinsson, oddviti Hruna- mannahrepps. Oli Rúnar Astþórsson, framkvœmdastjóri AtvinnuþróunarsjóÖs Suöurlands Menntaskólanum að Laugarvatni 1977, kandídatsprófi frá viðskipta- deild Háskóla íslands 1985 og fram- haldsnámi í hagfræði frá University of Michigan, Ann Arbor í desember 1986. Að námi loknu starfaði hann hjá Eimskipafélagi íslands hf. þar sem hann veitti forstöðu fjárreiðu- deild félagsins. í lok ársins 1992 var hann ráðinn framkvæmdastjóri fyrir Jöfur hf. Óli Rúnar er kvæntur Önnu Mar- íu Snorradóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú böm. Nýr framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands 1 73

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.