Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Page 6

Frjáls verslun - 01.03.2005, Page 6
6 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 TÍSKUORÐ OG TUGGUR skjóta alltaf upp kollinum. Nýjasta tískuorðið er „almenningur“. En hvað er almenningur? Er hann 30 manns sem sækja um lóðir í Lambaseli eða 8 þúsund sparifjár- eigendur sem vilja fá að kaupa bréf í Símanum? Eða er hann 290 þúsund Íslendingar? EN NÚNA ER kominn upp alvarlegur taugatitringur hjá „þjóðarsálinni“. Hann snýst um að „almenningur“ fái ekki að vera með í gróðanum og spillingunni í viðskiptalífinu – heldur bara ein- hverjir déskotans kaupahéðnar sem eru vinir „þjóðarræningjanna“, þeirra Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra – svo vísað sé í margfræga skoðun fréttastjóra viðskiptafrétta Morgunblaðsins – en þeir ku færa kaupahéðnunum þýfi á gljáfægðu silfurfati úr hverju „þjóðarráninu“ af öðru. Það sem meira er, „almenningur“ hefur ekki bara kokgleypt við þessari skoðun heldur endurómar hún viðhorf „þjóðarinnar“ að mati sérfræðinga í þjóðarsálinni. Ergó: „Þjóðin“ vill fá að vera með í að stela þjóðareignum. SÁ SEM KAUPIR þýfi heitir víst á lagamáli þjófsnautur (skv. orðabók; sá sem hagnýtir þýfi annarra, hylmari). Þá vitum við hvað við eigum að kalla kaupahéðnana héðan í frá. Þýfi er ekki bara selt í smáauglýsingum eða skuggahverfum. Það er til nefnd á vegum ríkisins, Framkvæmdanefnd um einkavæðingu, sem auglýsir þýfi reglulega til sölu en afhendir það víst „réttu mönnunum“ á gjafverði fyrir framan nefið á „þjóðinni“ – sem þar með hylmir yfir glæpnum og er orðin að þjófsnauti. NÝLEGA LEYFÐI REYKJAVÍKURBORG „almenningi“ að fá að græða líka. Hún auglýsti 30 lóðir í Lambaseli til sölu. Borgin vildi hins vegar ekki hafa þetta einfaldan uppboðsmarkað, þ.e. að leyfa öllum að bjóða og selja hæstbjóðanda. Nei, nú skyldi „almenningur“ fá að kaupa lóðirnar á gjafverði, færðar á silfurfati. Er „almenningur“ 30 manns? Alls bárust 5.658 umsóknir um þessar 30 lóðir í Lamba- seli. Ástæðan var einföld, þær voru á slíku undirverði að það greip um sig gullæði. Síðan var skundað til sýslumannsins í Reykjavík og nöfn 30 umsækjenda dregin upp úr kökuboxi. Allir virtust ánægðir því leiðindum og duttlungum markaðarins hafði verið hafnað og „almenningur“, 30 manns, fékk lóðirnar á gjafverði. Fínt! Lóðirnar komust þá ekki í hendur einhverra braskara – sem hefðu viljað borga miklu meira fyrir lóðirnar; borgarbúum og féhirði borgarsjóðs til mikillar ánægju. ÞÁ ER ÞAÐ SÍMINN og nýja spútnikfyrirtækið Almenningur ehf., sem telur núna um 8 til 10 þúsund manns – verðandi hluthafa. Sumir hafa skráð sig fyrir 100 þúsund krónum, aðrir fyrir 1 milljón, einhverjir fyrir 10 milljónum og eflaust þó nokkrir fyrir meira en 20 milljónum. Allt gengur út á að fá að vera með í gróðanum þótt enginn viti ennþá hvert verðið á Símanum verður. Forráðamenn Almennings ehf. telja 60 til 70 milljarða vera útsöluprís og treysta á að góðir kaupahéðnar verði með þeim í kaupunum og hefji stórkostlega útrás og kaupi hvert símafyrirtækið af öðru í útlandinu, svo allir geti talað við alla, grætt á tá og fingri, og bréfin „verði að minnsta kosti á þreföldu“ verði eftir tvö og hálft ár. Þetta heitir víst að tala bréfin upp. Hvenær geta 8 þúsund manns hjá 290 þúsund manna þjóð talist „almenningur“? Það er auð- vitað hið besta mál að hlutafélagið Almenningur ehf. sé stofnað, hér ríkir félagafrelsi og það er bara ánægjulegt ef félagið verður svo fjársterkt að geta boðið og hreppt 10% hlut eða 45% hlut í Símanum. ÉG HEF SAGT það áður að ég vilji láta selja Símann til hæstbjóðanda, ef markmiðið er að ríkissjóður fái hæsta verðið. Ég vil hins vegar að hlutabréfin í Símanum verði send heim í pósti til hvers einasta Íslendings, ef markmiðið er að „láta stjórnvöld ekki ræna okkur eina ferðina enn… svo við náum eigin eign í okkar hendur“. ÉG ER SAMT mjög hrifinn af þriðju leiðinni, sem Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims og útgefandi Frjálsrar verslunar, skrifaði um og benti á í Vísbendingu 22. apríl sl. Þar sagði hann: „Útboðið yrði þannig að t.d. helmingur yrði seldur hæstbjóðanda og almenningur fengi svo að kaupa það sem eftir væri á sama verði. Þá getur fólk ákveðið hvort það treystir þeim sem verða leiðandi í fyrirtækinu og telur fyrirtækið vænlegan kost á því verði sem boðið var. Ef ekki selst með þessu móti þá mætti skylda kjölfestufjárfesti til þess að kaupa það sem eftir væri á sama verði og hann bauð upprunalega. Með þessu móti tryggir ríkið bæði sanngirni frá sjónarhóli almennings og það að gott verð fáist (svo fremi sem einhver vill fyrirtækið). Þeir einstaklingar sem taka þátt í útboðinu eru jafnsettir stórlöxunum varðandi áhættu af hagnaði og tapi á hlutabréfunum.“ HVERS VEGNA EKKI að fara þessa leið? Hún er skynsöm og það er auðvelt að koma henni við gagnvart hinum stóra hópi ein- staklinga sem hefur áhuga á hlutabréfaviðskiptum. Það er svo annað mál að dreifð eignaraðild er mjög fljót að þjappast saman ef áhugi er á því. En vonandi fer alls ekki af stað umræða um að breyta þurfi söluferlinu því það „teljist afar óeðlilegt“ ef Almenningur ehf. fær ekki einhvern skammt af bréfum í Símanum svona fram hjá útboðinu. Þá erum við komin með kökuboxahagfræðina uppi í Lambaseli. Jón G. Hauksson RITSTJÓRNARGREIN LAMBASEL OG LANDSSÍMINN Er „almenningur“ 30 manns? Sá sem kaupir þýfi heitir víst á lagamáli þjófsnautur (skv. orðabók; sá sem hagnýtir þýfi annarra, hylmari). Þá vitum við hvað við eigum að kalla kaupahéðnana héðan í frá.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.