Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.03.2005, Qupperneq 14
FORSÍÐUGREIN 14 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 BESTA RÁÐIÐ TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON SEM ÞÚ HEFUR FENGIÐ Góðra manna ráð eru gulli betri í viðskiptum. Frjáls verslun ræðir hér við þekkt athafnafólk um bestu ráðin sem það hefur fengið í viðskiptum. Þetta er skemmtilegt efni og það kemur á daginn að húsráðin í heimi viðskiptanna eru mörg og snerta hið smá sem stóra. G óðra manna ráð eru vinsælt efni í erlendum viðskiptatímaritum. Nýlega var Fortune með yfirgripsmikla úttekt á „besta ráðinu sem þú hefur nokkurn tíma fengið“. (21. mars sl.) Þar voru margir þekktir viðskiptajöfrar spurðir út í þetta. Warren Buffett, hinn kunni fjárfestir, segir þetta: „Munið að þið hafið ekki rétt fyrir ykkur vegna þess að aðrir kikka kolli og samþykkja það sem þið segið, heldur vegna þess að þið hafið rétt fyrir ykkur.“ Með öðrum orðum: Menn þurfa að treysta á sjálfa sig. Hver er sinnar gæfu smiður. Richard Branson, breski auðkýfingurinn sem er forstjóri Virgin, kemur með þetta ráð: „Takið ykkur ekki of alvarlega. Gerið grín að ykkur sjálfum. Öðru vísi lifið þið þetta ekki af.“ Branson er mjög áberandi andlit fyrirtækis- ins sín og segir að ef hann hefði ekki notað sjálfan sig í að kynna Virgin með alls kyns uppátæki þá hefði fyrirtækið ekki haft það af. Jack Welch, fyrrum forstjóri General Electric, segir: „Vertu alltaf þú sjálfur.“ Sumner Redstone, stjórnarformaður Viacom, segir: „Fylgdu þínu eigin innsæi, en ekki fólks sem er mjög ólíkt þér og sér hlutina á allt annan hátt.“ Sallie Krwcheck, hjá Citigroup segir: „Ekki hlusta á neikvætt fólk.“ Meg Whitman, stjórnarformaður eBay segir: „Mamma sagði mér að vera sjálfstæð og að hafa aldrei áhyggjur af því hvað aðrir segðu.“ Whitman segir sömuleiðis: „Vertu góður og þægilegur og gerðu alltaf þitt besta – og hafðu þetta alltaf á bak við eyrað.“ Vivek Paul, forstjóri Wipro Technologies, segir: „Láttu ekki væntingar fortíðarinnar halda aftur af þér og trufla þig.“ Dick Parsons, forstjóri Time Warner: „Þegar þú ert að semja við einhvern, skildu þá eitthvað eftir á borðinu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.