Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 17

Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 17
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 17 GÓÐRA MANNA RÁÐ Vandlátur á viðskiptafélaga „Það sem situr fastast í mér þegar þessari spurningu er velt upp er eftirfarandi svar: Vertu vandlátur þegar þú velur þér við- skiptafélaga. Þetta ráð fékk ég frá Halldóri H. Jónssyni sem var formaður stjórnar hf. Eimskipafélags Íslands árin 1971 til 1992 og var yfirmaður minn og náinn samstarfsmaður um tólf ára skeið. Hann var arkitekt að mennt, en hafði næma tilfinningu fyrir samskiptum við fólk og reynslu af viðskiptum. Við þurftum á þessum árum að taka afstöðu til margvíslegra hugmynda og við- skipta í stóru og vaxandi fyrirtæki. Í ráðlegg- ingunni felst að þú takir ekki ákvörðun af fyrstu ásýnd og viðmóti, heldur veljir sem við- skiptafélaga og samstarfsmenn þá sem þér líst svo á að þú getir starfað með til lengri tíma, gætir vænst þess að treysta ævinlega og þá líka þegar á móti blæs og áföll verða. Það verða ekki skrifaðar neinar reglur um hvernig eigi að beita þessu ráði. Ákvörðunin byggist á mati og innra innsæi. Ég hafði margoft tækifæri til þess að fara eftir þessu ráði og gafst það vel.“ „Að taka ekki ákvörðun af fyrstu ásýnd og viðmóti.“ Hörður Sigurgestsson, fyrrum forstjóri Eimskipafélags Íslands. HÖRÐUR SIGURGESTSSON

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.