Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 22

Frjáls verslun - 01.03.2005, Side 22
FORSÍÐUGREIN Iðni er dyggð „Lengi býr að fyrstu gerð, segir máltækið, en í uppvexti mínum var brýnt fyrir mér að vera heiðarleg og hreinskiptin og að iðni væri dyggð. Á unga aldri gekk ég í skátahreyfinguna en þar má finna margar gullnar reglur sem vel duga í leik og starfi, ekki síst viðskiptum. Innan tíðar á ég 40 ára starfs- afmæli hjá Sigurði Ágústssyni ehf. og þegar ég læt af störfum vildi ég helst að mín yrði minnst fyrir það að hafa náð árangri án þess að olnbogast áfram eða taka þátt í ráðabruggi og umbyltingum, enda tel ég að festa og gott siðferði séu afar mikilvægir þættir í fyrirtækjarekstri á öllum tímum.“ Hlustaðu á innsæið „Stundum er sagt að lausnin á flóknum hlutum sé einföld og ætli það sé ekki bara heilbrigð skynsemi sem hefur dugað mér best í viðskiptum. Ég hef orðað þetta sem svo að mikilvægast af öllu sé að vera í það góðum tengslum við sjálfan sig að maður geti hlustað á innsæið. Fengið einhverja ákveðna tilfinningu, sem segir hvort maður sé á réttri leið. Líður manni vel með hlutina eða ekki, um það snýst spurningin. Þetta er ráð sem móðursystir mín Sonja Guðlaugsdóttir kenndi mér, en þetta var nokkuð sem hún fylgdi alla sína tíð í hverju einu sem hún gerði. Sama hef ég gert, í atvinnurekstri jafnt sem öðru.“ Rakel Olsen, stjórnarformaður Sigurðar Ágústssonar. „Heilbrigð skynsemi hefur dugað mér best í viðskiptum.“ „Hafa náð árangri án þess að olnbogast áfram eða taka þátt í ráðabruggi.“ RAKEL OLSEN ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR Þóra Guðmundsdóttir, fyrrum eigandi Atlanta hf. 22 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.