Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Page 39

Frjáls verslun - 01.03.2005, Page 39
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 39 F O R S T J Ó R I I C E P H A R M A G uðrún Ýr Gunnarsdóttir lyfjafræðingur er forstjóri Icepharma, en félagið varð til sl. haust þegar Thorarensen Lyfjum, Ísfarm og Heilsuverslu Íslands var skellt saman. Hún var áður framkvæmdastjóri Ísfarm. Guðrún Ýr er lyfjafræðingur og MBA. Hún er fædd í Reykjavík 1967, tók stúdentspróf frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, útskrifaðist sem lyfjafræðingur frá Háskóla Íslands 1994 og lauk MBA- námi í Noregi 1997. Ráðning á lyfjafræðingi í starf for- stjóra vakti nokkra athygli og benti til þess að eigendur Icepharma vildu setja lyfjafræðilega þekkingu í önd- vegi. Helstu áhugamál Guðrúnar Ýr eru hestamennska. Hana stundar hún ásamt eiginmanninum. Þrír synir þeirra sýna hestunum einnig áhuga, þó misjafnlega mikið. Hestaferðir á sumrin eru að mati Guðrúnar óborganleg skemmtun og afþreying. Icepharma hf. er til húsa að Lynghálsi 13 í Reykja- vík og eru starfsmenn fyrirtækisins um 46, þar á meðal 18 lyfjafræðingar sem er nokkuð hátt hlutfall miðað við keppninautana, 7 hjúkrunarfræðingar, ljósmóðir, dýralæknir, sagnfræðingur, tannfræð- ingur, viðskiptafræðingur, lyfjatæknir og þýðandi. Icepharma er alfarið í eigu Atorka Group sem keypti raunar meirihlutann í Austurbakka á dög- unum. Hjúkrunar- og sjóntækjasvið, sem áður til- heyrði Thorarensen Lyfjum, var flutt til Ísmed og rannsóknarsvið Thorarensen Lyfja til A. Karlssonar, en bæði fyrirtækin eru í eigu Atorka Group. Starfsemi Icepharma má rekja allt til ársins 1919 er Stefán Thorarensen opnaði lyfsölu í Reykjavík sem síðar varð Thorarensen Lyf ehf. Markmið sam- einingarinnar var að skapa eitt sterkt félag sem væri betur í stakk búið til að veita góða þjónustu og mæta auk- inni samkeppni á íslenskum lyfja- og heilbrigðismarkaði. Ætlaði að verða vísindamaður Guðrún Ýr segir að til að byrja með hafi hugurinn alls ekki staðið til lyfja- fræðináms, heldur hafi hún ætlað að verða dýra- læknir sem tengist þeim æskudraumi að verða bóndi. En eftir stúdentspróf hafði Guðrún ekki löngun til að flytja til Þýskalands eða Noregs að hefja dýralæknisnámið. Hún kynnti sér nám í líf- fræði en niðurstaðan varð lyfjafræði þó hún hafi ekki þekkt neinn sem hafði lokið því námi og því síður verið heilluð af apótekarastarfinu. „Ég hélt á þessum tímapunkti í lífi mínu að ég ætlaði að verða vísindamaður! Eftir útskriftina frá HÍ hóf ég störf í þróunardeild Lyfjaverslunar Íslands sem þá var verið að einkavæða. En það var kannski ekki alveg það sem ég var að leita að með mínu námi svo ég ákvað að fara til Noregs í MBA-nám. Guðrún Ýr Gunnarsdóttir lyfjafræðingur er forstjóri Icepharma. Félagið varð til þegar Thorarensen Lyf, Ísfarm og Heilsuverslun Íslands sameinuðust. Eigandi Icepharma er Atorka Group sem keypti meirihlutann í Austurbakka á dögunum. TEXTI: GEIR A. GUÐSTEINSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON GUÐRÚN ÝR FORSTJÓRI ICEPHARMA Á þeim tíma sem ég var hjá Ísfarm jókst starfsemi fyrirtækisins gríðarlega, eða úr um 80 milljónum króna veltu í rúmlega 800 milljón króna veltu, þ.e. liðlega nífaldaðist. Áætluð velta Icepharma á þessu ári er 2,5 milljarðar króna. Um 90% af veltu fyrirtækisins er af sölu lyfja.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.