Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Síða 45

Frjáls verslun - 01.03.2005, Síða 45
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 45 Eggert er bjartsýnn á framtíð íslensks sjávarútvegs þrátt fyrir að í dag standi honum viss ógn af lágu gengi erlendra mynta. Það sé það mikil eftirspurn eftir því hráefni og vörum sem Íslendingar hafi upp á að bjóða að ekki sé ástæða til annars en bjartsýni, og svo hljóti að rofa til. Fiskur haldi áfram að vera eftirsótt vara, og eftirsóknin sé að aukast þegar fleirum verði ljóst mikilvægi þess að borða hollan mat. Þar sé fiskur í fararbroddi. Eggert telur að Evrópubandalaginu hafi að mörgu leyti mistekist að stjórna sínum auðlindum, og það sé víti til varnaðar. Andstaða gegn því að Íslendingar tengist Evrópubandalaginu sé því fyrst og fremst í röðum þeirra sem tengjast sjávarútvegi. Hefur forstjórinn migið í saltan sjó? „Ég hef aldrei unnið neitt til sjós, en hef þó farið á sjó. Ég hef heldur aldrei unnið í frystihúsi sem er kannski svolítið einkennilegt þar sem ég kem úr umhverfi þar sem sjávarútvegur hefur verið stór hluti lífsins og fólkið með langa reynslu. Mikið af fólki í kringum mig hefur alist upp við fisk frá blautu barns- beini. Það sem ég hef áður komist næst sjávarútvegi er að ég starfaði sumarlangt hjá Marel.“ Finnst þér að litið sé niður á fólk sem vinnur í fiski, fólkið sem vinnur frumgreinastörf? „Ég hef ekki orðið mikið var við það. Hins vegar er það staðreynd að það hefur undanfarin misseri verið erfitt að manna fiskvinnslu, fólk hefur sótt í önnur störf. Við höfum hins vegar átt því láni að fagna að getað ráðið til okkar fólk af mörgum mismunandi þjóðernum. Það hefur því verið fjölmennt hér á árlegum alþjóðakvöldum, og virkilega gaman og fróð- legt að fylgjast með fjölþjóðlegum skemmtiatriðum sem leiða okkur Íslendinga líka nær þeirri menningu og menningarumhverfi sem þetta fólk kemur frá,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri HB- Granda. Eggert Guðmundsson er áhugamaður um tónlist. Hann lærði á klassískan gítar á yngri árum og síðan var hann í „hljómsveitargutli“ eins og hann kallar það. Hann spilaði í hljómsveit þegar hann bjó í Kaliforníu en ekkert hefur orðið af slíku eftir að hann flutti heim. Hann er ekki áhugamaður um íþróttir almennt og stundaði þær lítt á unga aldri. Hann hleypur þó stundum sér til heilsubótar. F O R S T J Ó R I H B - G R A N D A
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.