Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Page 47

Frjáls verslun - 01.03.2005, Page 47
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 47 Framarinn Alfreð Hér verður ekki farið yfir æviferil Alfreðs en hann hefur tekið virkan þátt í pólitík í bráðum 40 ár. Viðmælandi Frjálsrar verslunar segist muna eftir Alfreð á Framvellinum gamla sem þá var á bak við Sjómannaskólann. Hann þótti snjall með boltann og spil- aði eitthvað með yngri flokkunum en dró sig í hlé þegar kom upp í efri flokka. Í þá daga höfðust Framarar við í skúr eins og svo mörg önnur íþróttafélög. Aðstaða var öll af skornum skammti. Alfreð átti þó eftir að breyta allri aðstöðu Framara til hins betra en hann var tvisvar formaður þess félags. Í fyrri formannstíð Alfreðs var Framheimilið við Safamýri byggt og í seinni formannstíðinni var íþróttahús Fram byggt á sömu lóð. Alfreð var þá þegar þekktur fyrir að vera fylginn sér í fram- kvæmdum. Blaðamaðurinn Alfreð Alfreð snéri sér að blaðamennsku snemma á sjöunda áratugnum og skrifaði íþróttafréttir fyrir Tímann, málgagn framsóknarmanna. Hann vakti strax eftirtekt fyrir að fara eigin leiðir í skrifum, nokkuð sem þykir reyndar hafa ein- kennt allan hans pólitíska feril. Alfreð varð strax pólitískur í skrifum, beitti gagnrýni og skrifaði öðruvísi um menn og málefni íþrótta- hreyfingarinnar en lesendur höfðu átt að venj- ast. Skrif hans voru birt undir yfirskriftinni „Á vítateigi“ og nutu nokkurra vinsælda. „Alfreð lét sig allt varða og það er bara hluti af hans karakter,“ segir viðmælandi vor. Gott pólitískt nef „Alfreð er svolítill einfari í sér, ekki mikið fyrir margmenni. Þannig nýtur hann sín betur á fámennum fundum en fjölmennum, kannski vegna þess að þar heyrist betur til hans,“ segir gamall samherji úr pólitík. Viðmælendur FV eru sammála um að Alfreð sé ekki allra og fyrst talað var um einfarann þá fullyrða nokkrir viðmælendur að hann kunni hvergi betur við sig en einn í sumarbústaðnum við Brúará í Biskupstungum. Þegar rætt er um stjórnmálamanninn Alfreð er gjarnan talað um sérstaka blöndu hæfileika sem virðist hafa aflað honum ómældra pílitískra áhrifa en einkennir að sama skapi ekki þann þorra stjórn- málamanna sem lemja hlustir landsmanna dag hvern. Alfreð er ekki mikið fyrir athygli en þykir standa sig ágætlega í samskiptum við fjölmiðla. Viðmælendur eru sammála um að hann sé séður í pólitík, afar lunkinn og hafi umfram allt gott pólitískt nef. Hins vegar þykir Alfreð ekki mikið fyrir að hlusta á langar pólitískar rökræður og vangaveltur um málefni. Eða eins og samherji úr Fram- sókn sagði: „Alfreð er ekki mikið fyrir langar fundarsetur og alls ekki fyrir þessi umræðustjórnmál sem svo mikið er rætt um í Samfylking- unni þessa dagana.“ Í því sambandi er þó rétt að geta þess að Alfreð átti í ágætu sambandi við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur þegar hún var borgarstjóri. Fer sínar leiðir „Alfreð fylgir sinni pólitísku sannfæringu út í æsar og gildir þá einu hvort hún er á skjön við flokkslínuna. Maður skyldi ætla að þetta væri ekki uppskrift að langlífi í pólitík en Alfreð er líklega eini maðurinn sem hefur komist upp með þetta og það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar,“ segir gamall vinur og samherji úr Framsókn bætir við: „Alfreð er mjög þrjóskur. Hann er kannski ekki óbilgjarn en einhverjir mundu sjálfsagt kinka kolli ef ég segði hann frekan og ósveigjanlegan.“ Gamall samstarfsmaður úr borgarpólitíkinni segir pólitískan feril Alfreðs Þorsteinssonar einsdæmi hér á landi en hann bauð sig fyrst fram í borginni 1970. Á réttum stað á réttum tíma Alfreð er ekki lýst sem þessum hefð- bundna vinnupólitíkus. Viðmælendur segja hann kunna þá list að hlífa sér en stökkva síðan fram á hárréttum augnablikum. Þannig er lífsseig sagan af sumarferð Framsóknar um árið, sönn eða login. Alfreð á að hafa birst sportlegur og flottur við Umferðarmiðstöðina þar sem fjórar rútur biðu flokksmanna. Eftir að lagt var í’ann spurði einhver í hvaða rútu Alfreð væri. Enginn átti svör við því og þegar betur var að gáð sást enginn Alfreð. En þegar áð var síðdegis austur í sveitum birtist hann eins og hendi væri veifað og átti sína stund með flokks- systkinum. Eins og áður er getið er talið að enginn einn maður í opinberu starfi sé jafn valdamikill pen- ingalega og Alfreð, hann slái valdamestu ráð- herrana út. „Það þarf ákveðna hæfileika til að ná þessari stöðu. Hann er afbragðs möndlari, hittir marga „undir vegg“ og virðist hafa tileinkað sér stjórn- kænsku langlífustu keisara,“ segir andstæðingur í pólitík og bætir við: „Það þekkja fáir stofnanir borgarinnar betur en Alfreð og það er gott að eiga hann að. Alfreð þykir traustur vinur vina sinna og reynist þeim vel sem hafa stutt hann.“ Kalt á toppnum Meðal nafna sem heyrast þegar minnst er á vini og kunningja Alfreðs er Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi sjálfstæðismanna en gárungarnir kalla þá tvo Vilfreð. Þá má nefna Valdimar K. Jónsson, einn af höfuðpaurunum við stofnun R-list- ans, Erlend Magnússon, sem eitt sinn stýrði Samsölubrauðum, og Gunnar V. Andrésson ljósmyndara. Alfreð hefur yndi af veiðum, bæði lax- og silungsveiðum. Sumar- bústaðurinn er hans sælureitur og hann á sitt athvarf í Frímúrara- reglunni. Látum framsóknarmann hafa síðasta orðið: „Alfreð virðist við fyrstu sýn lítillátur maður en það dylst samt engum að hann er laundrjúgur, hreykinn af eigin verkum. En tekst að fara nokkuð vel með það. Hann er kannski gamaldags á sinn hátt en það tekur enginn af honum sem honum hefur tekist. Það er kalt á toppnum og stundum kaldara fyrir framsóknarmenn en aðra enda margar atlög- urnar sem gerðar hafa verið að Alfreð. Menn virðast alltaf vera að reyna að finna eitthvað á hann. En Alfreð er kænni en svo að hann láti slíkt fara með sig. Hann stendur alltaf uppréttur eftir atganginn. Styrkist við hverja raun.“ Nafn: Alfreð Þór Þorsteinsson. Fæddur: 15. febrúar 1944 Maki: Guðný Kristjánsdóttir. Fjölskylda: Þau eiga tvær dætur. Starf: Borgarfulltrúi R-listans, formaður borgarráðs, 2. varafor- seti borgarstjórnar og stjórnar- formaður Orkuveitu Reykjavíkur. N Æ R M Y N D - A L F R E Ð Þ O R S T E I N S S O N

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.