Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2005, Síða 55

Frjáls verslun - 01.03.2005, Síða 55
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 5 55 ...ÞEGAR ÉG HEF ...ÞÁ ÆTLA ÉG... Markmið og sjálfsagi Varðandi markmiðin er mikilvægt að hafa í huga nokkur atriði sem auka líkurnar á að þau náist. Í fyrsta lagi þarf að spyrja sig: Er þetta mitt markmið? Síðan að velta fyrir sér: Eru þær aðgerðir sem ég geri í dag í samræmi við markmið mín til lengri tíma? Get ég séð það fyrir mér í huganum að ég nái þessu markmiði? Reynslan hefur sýnt að við að skrifa markmiðin niður á blað verða þau skýrari, þau fá meira vægi og líkurnar á að þau náist aukast til muna. Tímastjórnun snýst að mörgu leyti um okkar eigin viðhorf. Höfum við þá trú að við höfum stjórn á eigin lífi? Getum við sýnt sjálfsaga? Trúum við því að við getum sjálf haft áhrif á það sem gerist í lífi okkar og trúum við á að það sé alltaf tími fyrir mikilvæg atriði? Við verðum alltaf að byrja á því að líta í eigin barm og skoða hver okkar eigin viðhorf eru. Tíminn er núna! Ef þú vilt ná árangri í hverju sem er þá er tíminn NÚNA, ekki á morgun, ekki í næstu viku, ekki seinna! Öflugasta leiðin til aukins árangurs, til þess að líða betur og styrkjast er að yfirstíga óttann og framkvæma. Við gerum öll eitthvað á leiðinni sem við teljum mistök, en þá er bara að fyrirgefa okkur þau, læra af þeim og halda áfram. Hvort við upplifum okkur sem fórnarlömb í eigin aðstæðum eða tökum skrefið og gerumst stjórnendur í eigin lífi er okkar ákvörðun. Ef við höfum trú á okkur sjálf, þá munu aðrir gera það líka. Að koma sér á framfæri Mjög mikilvægt er að fólk geri sér grein fyrir hvernig það virkar í samskiptum og hvernig það hefur áhrif. Hvaða atriði eru það sem hafa áhrif við að byggja upp eigin ímynd? Hvernig virkum við þegar við komum fram, höldum ræðu og hvað þarf að hafa í huga við framkomu í fjölmiðlum? Allt eru þetta þættir sem skipta töluverðu máli - sérstaklega í þeim tilvikum þegar atvinnurekendur, viðskiptavinir eða einhverjir þeir sem hafa áhrif á það hvert viðkomandi stefnir í sínum starfsframa eru kaupendurnir. Sumir hafa áhyggjur af því að vera of ákafir og bókstaflega vinna gegn sér með of mikilli „sölumennsku“. Vissulega er ákveðin hætta á því, sérstaklega í umhverfi sem maður þekkir illa. Einnig ef menn tileinka sér í einhverjum mæli að „selja“ eitthvað sem engin innistæða er fyrir. Um leið og það gerist og menn standa ekki undir væntingum sem til þeirra eru gerðar þá er búið að rjúfa ákveðið traust sem getur verið erfitt að byggja upp aftur. Að fara á flug Nýjar hugmyndir, nýjar leiðir og ný hugsun. Hvernig má nota hana í viðskipta- lífinu? Hvernig má nota skapandi hugsun á fundum til að leita uppi góðar hugmyndir og snjallar lausnir? Það er hæglega hægt að sækja sér innblástur í viðskiptum úr listum og ekki síst lífinu sjálfu. Það kostar ekkert að láta sér detta eitthvað í hug. Þetta þýðir að hægt er að stækka sjóndeildarhringinn verulega með því einu að gefa sér tíma til að hugsa og fá hugmyndir. Hver er sinnar gæfu smiður Það er ekki nóg nú til dags að standa sig í vinnunni. Það ert þú sem þekkir sjálfa(n) þig best. Það er undir þér komið að virkja þá hæfileika, núna strax, og koma þeim á fram- færi þar sem það skiptir máli. Þannig kemst þú á flug, þannig geturðu náð þeim árangri í starfi sem þig dreymir um. S T J Ó R N U N Greinarhöfundur, Hildur Elín Vignir. Mynd: Geir Ólafsson. HEFURÐU SJÁLFSTRAUST TIL AÐ KOMA ÞÉR Á FRAMFÆRI? Það er ekki nóg að vera framúr- skarandi starfsmaður bak við tjöldin, við þurfum að vera tilbúin að stíga skrefinu lengra og þora að gera árangur okkar sýnilegan. ÞÚ ÞARFT: • Aukinn skilning á hegðun þinni og hvernig hún hefur áhrif á fólk. • Færni í árangursríkri hugsun. • Aukna trú á eigin getu. • Öryggi í að koma hugmyndum þínum á framfæri. • Bætta stjórn á tíma þínum og streitu. • Betra tengslanet.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.